Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2019 11:30 Iðrandi játar Kolbeinn á sig vanþekkingu og vanmátt í málefnum flóttafólks. visir/vilhelm „Ég er hluti af því skrifræði. Ég er alþingismaður og ber sem slíkur ábyrgð á lagaumhverfinu, eins og hinir 62 kollegar mínir. Ábyrgð okkar sem myndum stjórnarmeirihlutann er enn ríkari en annara. Ég hef ekki staðið mig hvað þá ábyrgð varðar,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna í viðhorfspistli sem hann birtir á Vísi.Vísir greindi í morgun frá mikilli reiði sem brotist hefur út vegna mála afganskra barna sem til stendur að vísa úr landi. Stjórnvöld fá það óþvegið, ekki síst Vinstri grænir sem sakaðir eru um hræsni og aðgerðarleysi þó þeir vilji á tyllidögum skreyta sig mannúð. Reiðin hefur einkum beinst að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem og gagnvart Kolbeini sem lagði orð í belg í gærkvöldi. Og sagðist þá hafa bundið vonir við nefndarstörf í málinu. Iðrandi játar Kolbeinn á sig vanþekkingu og vanmátt. Hann hafi bent á að skóinn kreppi í málefnum flóttafólks, við ýmis tækifæri. En kerfið sé samt óbreytt og það sé ólíðandi. „Ég kann ekkert annað en að reyna að vekja athygli á þessum málum, reyna að hreyfa við hlutum og spyrjast fyrir, tala um það sem betur má fara, reyna að koma í veg fyrir að við eyðileggjum líf fólks með því að senda það út á guð og gaddinn. Einhverjum mun finnast það lítilfjörlegt, vilja róttækar aðgerðir strax. Það er gott, þannig á það að vera og ég tek af auðmýkt við réttlátri reiði yfir því að ég hafi ekki gert meira. Að stjórnvöld hafi ekki gert meira. Að Alþingi hafi ekki gert meira.“ Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Vinstri græn Tengdar fréttir Sýnum flóttafólki mannúð Fjölskylda telur sig komna í öruggt skjól. Börnin fara í skóla, eignast vini og taka þátt í félagslífi. Unglingsdóttir gengur í hljómsveit og nýtur þess að spila tónlist. 3. júlí 2019 11:25 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
„Ég er hluti af því skrifræði. Ég er alþingismaður og ber sem slíkur ábyrgð á lagaumhverfinu, eins og hinir 62 kollegar mínir. Ábyrgð okkar sem myndum stjórnarmeirihlutann er enn ríkari en annara. Ég hef ekki staðið mig hvað þá ábyrgð varðar,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna í viðhorfspistli sem hann birtir á Vísi.Vísir greindi í morgun frá mikilli reiði sem brotist hefur út vegna mála afganskra barna sem til stendur að vísa úr landi. Stjórnvöld fá það óþvegið, ekki síst Vinstri grænir sem sakaðir eru um hræsni og aðgerðarleysi þó þeir vilji á tyllidögum skreyta sig mannúð. Reiðin hefur einkum beinst að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem og gagnvart Kolbeini sem lagði orð í belg í gærkvöldi. Og sagðist þá hafa bundið vonir við nefndarstörf í málinu. Iðrandi játar Kolbeinn á sig vanþekkingu og vanmátt. Hann hafi bent á að skóinn kreppi í málefnum flóttafólks, við ýmis tækifæri. En kerfið sé samt óbreytt og það sé ólíðandi. „Ég kann ekkert annað en að reyna að vekja athygli á þessum málum, reyna að hreyfa við hlutum og spyrjast fyrir, tala um það sem betur má fara, reyna að koma í veg fyrir að við eyðileggjum líf fólks með því að senda það út á guð og gaddinn. Einhverjum mun finnast það lítilfjörlegt, vilja róttækar aðgerðir strax. Það er gott, þannig á það að vera og ég tek af auðmýkt við réttlátri reiði yfir því að ég hafi ekki gert meira. Að stjórnvöld hafi ekki gert meira. Að Alþingi hafi ekki gert meira.“
Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Vinstri græn Tengdar fréttir Sýnum flóttafólki mannúð Fjölskylda telur sig komna í öruggt skjól. Börnin fara í skóla, eignast vini og taka þátt í félagslífi. Unglingsdóttir gengur í hljómsveit og nýtur þess að spila tónlist. 3. júlí 2019 11:25 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Sýnum flóttafólki mannúð Fjölskylda telur sig komna í öruggt skjól. Börnin fara í skóla, eignast vini og taka þátt í félagslífi. Unglingsdóttir gengur í hljómsveit og nýtur þess að spila tónlist. 3. júlí 2019 11:25
„Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30