Víkingar ekki gert tilboð í Óttar Magnús Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júlí 2019 18:49 Óttar Magnús á landsliðsæfingu. vísir/vilhelm Haraldur Haraldsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Víkings, segir ekkert til í því að Víkingur hafi gert tilboð í framherja Mjällby, Óttar Magnús Karlsson, eins og greint var frá í dag. Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkinga, er nú þjálfari Mjällby en hann sagði við sænska fjölmiðla í dag að Víkingar hefðu gert tilboð í framherjann. Þegar Vísir sló á þráðinn til Haraldar nú undir kvöld kom hann að fjöllum er hann var spurður út í ummælin. „Milos segir alltaf svo margt,“ sagði Haraldur í samtali við Vísi í dag. En er eitthvað til í þessu að Víkingur hafi boðið í Óttar Magnús? „Ég get ekki staðfest það, nei. Ég hef lítið meira um það að segja og veit ekki hvað hann er að gaspra,“ sagði framkvæmdarstjórinn í Víkinni. En er á döfinni hjá Víkingum að sækja framherjann í júníglugganum sem er opin út allan mánuðinn? „Ég held ekki. Ég held að hann ætli bara að vera úti og sé ekkert að koma heim. Hann æfði með okkur í fríinu en hann er farinn aftur út og ætlar að vera þar. Ég veit ekki betur.“ Óttar Magnús lék með Víkingum tímabilið 2016. Þá skoraði hann sjö mörk í tuttugu leikjum í Pepsi-deildinni en hefur síðan þá leikið í atvinnumennsku, með misgóðum árangri. Víkingur er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins þar sem þeir mæta Breiðablik en liðið situr í níunda sæti Pepsi Max-deildarinnar með ellefu stig.Uppfært 20.47: Milos segir á Twitter í kvöld að hann hafi ekki greint frá neinu tilboði. Það hafi tvö íslensk lið sýnt Óttari áhuga en ekkert tilboð hafi komið inn á borð Mjållby. Hann baðst afsökunar á sinni slæmu sænsku.Varðandi frétt á Íslandi @Fotboltinet um Óttari,þarf ég að segja að það er miskilingur...höfum heyrt um áhúga frá 2 liðum frá Íslandi en ekkert tilbóð komið til okkur. Gæti verið min “dålig svenska”#sorry— Milos Milojevic (@milosm18) July 3, 2019 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingar vilja fá Óttar Magnús aftur heim Víkingar ætla heldur betur að styrkja sig í glugganum því nú er félagið að vinna í því að Óttar Magnús Karlsson aftur heim í Víkinga. 3. júlí 2019 16:52 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Haraldur Haraldsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Víkings, segir ekkert til í því að Víkingur hafi gert tilboð í framherja Mjällby, Óttar Magnús Karlsson, eins og greint var frá í dag. Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkinga, er nú þjálfari Mjällby en hann sagði við sænska fjölmiðla í dag að Víkingar hefðu gert tilboð í framherjann. Þegar Vísir sló á þráðinn til Haraldar nú undir kvöld kom hann að fjöllum er hann var spurður út í ummælin. „Milos segir alltaf svo margt,“ sagði Haraldur í samtali við Vísi í dag. En er eitthvað til í þessu að Víkingur hafi boðið í Óttar Magnús? „Ég get ekki staðfest það, nei. Ég hef lítið meira um það að segja og veit ekki hvað hann er að gaspra,“ sagði framkvæmdarstjórinn í Víkinni. En er á döfinni hjá Víkingum að sækja framherjann í júníglugganum sem er opin út allan mánuðinn? „Ég held ekki. Ég held að hann ætli bara að vera úti og sé ekkert að koma heim. Hann æfði með okkur í fríinu en hann er farinn aftur út og ætlar að vera þar. Ég veit ekki betur.“ Óttar Magnús lék með Víkingum tímabilið 2016. Þá skoraði hann sjö mörk í tuttugu leikjum í Pepsi-deildinni en hefur síðan þá leikið í atvinnumennsku, með misgóðum árangri. Víkingur er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins þar sem þeir mæta Breiðablik en liðið situr í níunda sæti Pepsi Max-deildarinnar með ellefu stig.Uppfært 20.47: Milos segir á Twitter í kvöld að hann hafi ekki greint frá neinu tilboði. Það hafi tvö íslensk lið sýnt Óttari áhuga en ekkert tilboð hafi komið inn á borð Mjållby. Hann baðst afsökunar á sinni slæmu sænsku.Varðandi frétt á Íslandi @Fotboltinet um Óttari,þarf ég að segja að það er miskilingur...höfum heyrt um áhúga frá 2 liðum frá Íslandi en ekkert tilbóð komið til okkur. Gæti verið min “dålig svenska”#sorry— Milos Milojevic (@milosm18) July 3, 2019
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingar vilja fá Óttar Magnús aftur heim Víkingar ætla heldur betur að styrkja sig í glugganum því nú er félagið að vinna í því að Óttar Magnús Karlsson aftur heim í Víkinga. 3. júlí 2019 16:52 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Víkingar vilja fá Óttar Magnús aftur heim Víkingar ætla heldur betur að styrkja sig í glugganum því nú er félagið að vinna í því að Óttar Magnús Karlsson aftur heim í Víkinga. 3. júlí 2019 16:52