Íslenski boltinn

Fjölnir á toppinn og Haukar björguðu stigi í Keflavík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Árni skoraði eitt marka Fjölnis í dag.
Jóhann Árni skoraði eitt marka Fjölnis í dag. vísir/vilhelm
Fjölnir er á toppi Inkasso-deildar karla eftir 2-0 sigur á Leikni. Suður með sjó gerðu Keflavík og Haukar 1-1 jafntefli eftir dramatík.

Jóhann Árni Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins í Breiðholtinu er hann kom Fjölni yfir og Ingibergur Kort Sigurðsson tvöfaldaði forystuna á 71. mínútu.

Lokatölur 2-0 og Fjölnismenn á toppnum með 22 stig, fimm stigum á undan Þór og Gróttu, sem eiga þó leik til góða. Leiknir er í fimmta sætinu með fimmtán stig.

Keflavík komst yfir gen Haukum er Dagur Ingi Valsson skoraði á 42. mínútu. Haukar fengu svo vítaspyrnu í uppbótartíma sem fyrirliðinn Ásgeir Þór Ingólfsson skoraði úr.

Þriðji leikurinn í röð hjá Keflavík án sigurs sem er í fimmta sætinu með fimmtán stig en Haukar eru í níunda sæti deildarinnar með tíu stig.

Úrslit og markaskorarar eru frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×