Lokanir á geðdeild snúast ekki um peninga Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2019 13:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Visir/Egill Aðalsteinsson Forstjóri Landspítala segir lokanir á geðdeild spítalans yfir hásumarið hefðbundnar aðgerðir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Lokanirnar snúist ekki um peninga. Fjallað var um lokunina í Morgunblaðinu í morgun. Frá og með deginum í dag verður þjónusta skert á deild 33A, sem er almenn móttökugeðdeild. Fimmtán rúmum af þrjátíu og einu verður lokað nú yfir hásumarið, eða næstu fjórar vikur. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir um að ræða hefðbundnar sumarlokanir, sem gripið hefur verið til í meira en áratug. Þá verði deildinni jafnframt lokað skemur nú en undanfarin ár. „Ástæðan er skortur á mannafla. Við höfum takmarkaðan fjölda hjúkrunarfræðinga og fólk þarf auðvitað að komast í frí eins og aðrir, þannig að eina leiðin til að ná því hefur verið að loka hluta úr deild, hluta úr sumri.“ Þá áréttar Páll að lokunin sé ekki vegna fjárskorts. „Við hefðum haft þessa deild alveg opnað ef við hefðum getað það vegna mannafla.“ Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ekki forsvaranlegt að geðheilbrigðisþjónusta sé skert ár eftir ár. Fólk með geðraskanir veikist ekki síður á sumrin og lokanirnar séu ekki í samræmi við yfirlýsingar ráðamanna um mikilvægi þjónustunnar. Páll tekur undir það. „Ég er alveg sammála því að við myndum vilja hafa þessa deild opna að fullu allt árið. Það væri betra og heppilegra fyrir sjúklinga en við búum við hjúkrunarfræðingaskort og það hamlar okkur.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Forstjóri Landspítala segir lokanir á geðdeild spítalans yfir hásumarið hefðbundnar aðgerðir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Lokanirnar snúist ekki um peninga. Fjallað var um lokunina í Morgunblaðinu í morgun. Frá og með deginum í dag verður þjónusta skert á deild 33A, sem er almenn móttökugeðdeild. Fimmtán rúmum af þrjátíu og einu verður lokað nú yfir hásumarið, eða næstu fjórar vikur. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir um að ræða hefðbundnar sumarlokanir, sem gripið hefur verið til í meira en áratug. Þá verði deildinni jafnframt lokað skemur nú en undanfarin ár. „Ástæðan er skortur á mannafla. Við höfum takmarkaðan fjölda hjúkrunarfræðinga og fólk þarf auðvitað að komast í frí eins og aðrir, þannig að eina leiðin til að ná því hefur verið að loka hluta úr deild, hluta úr sumri.“ Þá áréttar Páll að lokunin sé ekki vegna fjárskorts. „Við hefðum haft þessa deild alveg opnað ef við hefðum getað það vegna mannafla.“ Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ekki forsvaranlegt að geðheilbrigðisþjónusta sé skert ár eftir ár. Fólk með geðraskanir veikist ekki síður á sumrin og lokanirnar séu ekki í samræmi við yfirlýsingar ráðamanna um mikilvægi þjónustunnar. Páll tekur undir það. „Ég er alveg sammála því að við myndum vilja hafa þessa deild opna að fullu allt árið. Það væri betra og heppilegra fyrir sjúklinga en við búum við hjúkrunarfræðingaskort og það hamlar okkur.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum