Blaðamaður Moggans þverneitar að tjá sig um nýfallinn siðanefndardóm Jakob Bjarnar skrifar 5. júlí 2019 13:50 Davíð Oddsson er ritstjóri Morgublaðsins en þetta er í fyrsta skipti frá því árið 1966 sem Mogginn telst brotlegur við siðareglur BÍ. Vísir „Já, ég veit af hverju þú ert að hringja. Nó komment,“ sagði Baldur Arnarsson blaðamaður á Morgunblaðinu og skellti á við svo búið. Nú rétt í þessu var verið að birta úrskurð siðanefndar Blaðamannafélags Íslands þar sem fram kemur að Baldur hafi verið dæmdur brotlegur við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Brotið er talið ámælisvert.Sögulegur úrskurður Úrskurðurinn er sögulegur því þetta mun vera fyrsta mál sem kemur fyrir siðanefndina í áratugi, þar sem Mogginn telst vera brotlegur við siðareglur BÍ, eða allt frá árinu 1966. Klögumál hafa komið upp vegna nafnlausra skrifa í dálkinn Velvakanda en þau voru utan lögsögu siðanefndar, eru samkvæmt siðareglum viðhorfspistill en í siðareglum er gerður skýr greinarmunur á slíkum pistlum og fréttaskrifum. Þetta mál er því hið eina úrskurðaða brot Moggans í 53 ár.Auðun Freyr segist hafa verið hundeltur og sérstaklega hafi vinnubrögð Moggans verið slæm. Siðanefnd tekur undir með þeim sjónarmiðum sem hann setur fram.Kærandi er Auðun Freyr Ingvarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Vísir ræddi við Auðun í gær en þá hafði hann ekki fengið niðurstöðuna í hendur. En, sagði umfjöllun um sig og Félagsbústaði hafa verið með ólíkindum Hann hafi ákveðið að axla ábyrgð og segja upp störfum en verið hundeltur. Auðun Freyr sagði þetta einstaklega óvönduð umfjöllun, sérstaklega Morgunblaðsins. En hér getur að líta frétt sem fór fyrir brjóst Auðuns. Auðun kærði því Baldur og ritstjórn Morgunblaðsins til siðanefndar. Hann sagði í yfirlýsingu:„Rétt er að fram komi að í tengslum við fyrri umfjöllun hef ég kært blaðamanninn sem skrifaði ofangreinda frétt og ritstjórn Morgunblaðsins til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands fyrir brot á siðareglum blaðamanna. Mér fannst það því mjög óviðeigandi þegar umræddur blaðamaður hafði við mig í sambandi við vinnslu fréttarinnar og óskaði eftir viðtali síðastliðinn fimmtudag. Ég hafnaði því að sjálfsögðu enda mál mitt gegn honum og ritstjórn blaðsins enn í ferli hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Ég hvatti hann hins vegar til að birta innsenda grein sem ég sendi blaðinu fyrir um tveimur mánuðum síðan í tilefni fyrri skrifa hans og sat þar óbirt. Einnig hvatti ég hann til að birta yfirlýsingu starfsfólks Félagsbústaða sem send var Morgunblaðinu um svipað leyti, en situr þar enn óbirt. Ég kýs að tjá mig ekki frekar um þessi mál að sinni en fagna því að hægt sé að kæra aðför af því tagi sem hér um ræðir til óháðs aðila og hlakka til að sjá niðurstöðu siðanefndar.“Ekki brugðist við réttmætri kvörtunÍ úrskurði siðanefndar er fallist á kvartanir Auðuns Freys. Og segir meðal annars í úrskurði að blaðamaður hafi ekki vandað upplýsingaöflun sína og ekki sýnt fyllstu tillitssemi í vandasömu máli. Er þar vísað til umdeildrar 3. greinar siðareglna, en flest mál sem kærð eru til siðanefndar grundvallast á henni. En, í niðurlagi segir: „Ritstjórn Morgunblaðsins brást ekki við réttmætri kvörtun kæranda, þegar hann vakti athygli hennar á því að blaðamaður hefði ekki haft samband við hann við vinnslu fréttarinnar, með því að gera strax grein fyrir sjónarmiðum kæranda í blaðinu eða birta grein þá sem hann óskaði eftir að birt yrði.“ Fjölmiðlar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
„Já, ég veit af hverju þú ert að hringja. Nó komment,“ sagði Baldur Arnarsson blaðamaður á Morgunblaðinu og skellti á við svo búið. Nú rétt í þessu var verið að birta úrskurð siðanefndar Blaðamannafélags Íslands þar sem fram kemur að Baldur hafi verið dæmdur brotlegur við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Brotið er talið ámælisvert.Sögulegur úrskurður Úrskurðurinn er sögulegur því þetta mun vera fyrsta mál sem kemur fyrir siðanefndina í áratugi, þar sem Mogginn telst vera brotlegur við siðareglur BÍ, eða allt frá árinu 1966. Klögumál hafa komið upp vegna nafnlausra skrifa í dálkinn Velvakanda en þau voru utan lögsögu siðanefndar, eru samkvæmt siðareglum viðhorfspistill en í siðareglum er gerður skýr greinarmunur á slíkum pistlum og fréttaskrifum. Þetta mál er því hið eina úrskurðaða brot Moggans í 53 ár.Auðun Freyr segist hafa verið hundeltur og sérstaklega hafi vinnubrögð Moggans verið slæm. Siðanefnd tekur undir með þeim sjónarmiðum sem hann setur fram.Kærandi er Auðun Freyr Ingvarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Vísir ræddi við Auðun í gær en þá hafði hann ekki fengið niðurstöðuna í hendur. En, sagði umfjöllun um sig og Félagsbústaði hafa verið með ólíkindum Hann hafi ákveðið að axla ábyrgð og segja upp störfum en verið hundeltur. Auðun Freyr sagði þetta einstaklega óvönduð umfjöllun, sérstaklega Morgunblaðsins. En hér getur að líta frétt sem fór fyrir brjóst Auðuns. Auðun kærði því Baldur og ritstjórn Morgunblaðsins til siðanefndar. Hann sagði í yfirlýsingu:„Rétt er að fram komi að í tengslum við fyrri umfjöllun hef ég kært blaðamanninn sem skrifaði ofangreinda frétt og ritstjórn Morgunblaðsins til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands fyrir brot á siðareglum blaðamanna. Mér fannst það því mjög óviðeigandi þegar umræddur blaðamaður hafði við mig í sambandi við vinnslu fréttarinnar og óskaði eftir viðtali síðastliðinn fimmtudag. Ég hafnaði því að sjálfsögðu enda mál mitt gegn honum og ritstjórn blaðsins enn í ferli hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Ég hvatti hann hins vegar til að birta innsenda grein sem ég sendi blaðinu fyrir um tveimur mánuðum síðan í tilefni fyrri skrifa hans og sat þar óbirt. Einnig hvatti ég hann til að birta yfirlýsingu starfsfólks Félagsbústaða sem send var Morgunblaðinu um svipað leyti, en situr þar enn óbirt. Ég kýs að tjá mig ekki frekar um þessi mál að sinni en fagna því að hægt sé að kæra aðför af því tagi sem hér um ræðir til óháðs aðila og hlakka til að sjá niðurstöðu siðanefndar.“Ekki brugðist við réttmætri kvörtunÍ úrskurði siðanefndar er fallist á kvartanir Auðuns Freys. Og segir meðal annars í úrskurði að blaðamaður hafi ekki vandað upplýsingaöflun sína og ekki sýnt fyllstu tillitssemi í vandasömu máli. Er þar vísað til umdeildrar 3. greinar siðareglna, en flest mál sem kærð eru til siðanefndar grundvallast á henni. En, í niðurlagi segir: „Ritstjórn Morgunblaðsins brást ekki við réttmætri kvörtun kæranda, þegar hann vakti athygli hennar á því að blaðamaður hefði ekki haft samband við hann við vinnslu fréttarinnar, með því að gera strax grein fyrir sjónarmiðum kæranda í blaðinu eða birta grein þá sem hann óskaði eftir að birt yrði.“
Fjölmiðlar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent