FH er komið á topp Inkasso-deildar kvenna eftir 2-1 sigur á Þrótti í toppslag deildarinnar er liðin mættust á iðagrænum Kaplakrikavelli í kvöld.
Margrét Sif Magnúsdóttir kom FH yfir á tíundu mínútu er hún kláraði færið sitt vel eftir frábæra sendingu frá Selmu Dögg Björgvinsdóttur.
Staðan varð 2-0 á 60. mínútu. Helena Ósk Hálfdánardóttir gaf þá frábæra sendingu fyrir markið sem Friðrika Arnardóttir í marki Þróttar lenti í vandræðum með.
Nótt Jónsdóttir nýtti sér það og kom boltanum í netið. Á sjöttu mínútu uppbótartíma fengu Þróttarar svo vítaspyrnu er brotið var á Oliva Bergau. Hún fór sjálf á punktinn og skoraði.
Fimleikafélagið er því komið á toppinn í Inkasso-deildinni en liðið er með 16 stig á toppi deildarinnar. Þróttur er sæti neðar, með stigi minna, eftir fyrstu sjö umferðirnar.
Sjáðu mörkin er FH skellti sér á toppinn
Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest lesið




„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn




Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi
Enski boltinn


Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn