Brjóta brátt annan skilmála kjarnorkusamningsins frá 2015 Andri Eysteinsson skrifar 7. júlí 2019 07:23 Varautanríkisráðherra Íran, Abbas Araqchi. Getty/NurPhoto Íransstjórn hefur tilkynnt að nú muni brátt hefjast frekari auðgun úrans sem muni hafa það í för með sér að skilmálar kjarnorkusamningsins frá 2015 verða rofnir. Magn efnisins sem unnið verður fer því fram úr þeim takmörkunum sem Íran var sett í samningnum sem gerður var af tilstilli Bandaríkjanna og nokkurra evrópskra stórvelda. BBC greinir frá. Varautanríkisráðherra Íran, Abbas Araqchi, sagði á blaðamannafundi að Íranir vildu enn halda samningnum í gildi en kenndi Evrópuríkjum um hvernig fer. Araqchi sagði að Evrópuríkin hafi einfaldlega ekki uppfyllt sinn hluta samningsins. Auk ríkja Evrópu voru Bandaríkin, undir stjórn Barack Obama, samningsaðilar. Undir núverandi stjórn hefur Bandaríkin hins vegar dregið sig til baka úr samningnum og sagði núverandi forseti að samningurinn væri einn sá allra versti sem hann hefði séð. Bandaríkin drógu sig úr samningnum árið 2018 og hafa í kjölfarið beitt Íran þungum viðskiptaþvingunum. Íranir hafa nú þegar brotið einn skilmála samningsins með því magni af auðguðu úrani sem þeir hafa framleitt en framleiðsla tók kipp í maí síðastliðnum. Auðgað úran er hægt að nota til að knúa kjarnakljúfa en einnig til framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Nú hafa Íranir tilkynnt að ríkið hyggist framleiða auðgað úran með hærri styrk en áður, þar sem samsætan úran-235 verður fyrirferðarmeiri eða yfir 3,67%. Í gær lýsti forseti Frakklands, Emmanuel Macron, yfir áhyggjum sínum við íranska forsetann Hassan Rouhani vegna úranframleiðslu landsins og hvað myndi fara í hönd ef samningurinn félli úr gildi. Rouhani að sama skapi kallaði eftir viðbrögðum og vinnu Evrópuríkja við að bjarga samningnum. Íran Tengdar fréttir Segja Írani eiga meira en 300 kíló af auðguðu úrani Íranir eiga nú meira en 300 kíló af auðguðu úrani og hafa þar með brotið gegn kjarnorkusamningnum sem þeir gerðu við stórveldin árið 2015. 1. júlí 2019 11:34 Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47 Íransforseti boðar frekari auðgun úrans Stjórnvöld í Teheran reyna nú að þrýsta á Evrópuríki sem eiga aðild að kjarnorkusamningum um að þau verja Íran fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. 3. júlí 2019 11:49 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Íransstjórn hefur tilkynnt að nú muni brátt hefjast frekari auðgun úrans sem muni hafa það í för með sér að skilmálar kjarnorkusamningsins frá 2015 verða rofnir. Magn efnisins sem unnið verður fer því fram úr þeim takmörkunum sem Íran var sett í samningnum sem gerður var af tilstilli Bandaríkjanna og nokkurra evrópskra stórvelda. BBC greinir frá. Varautanríkisráðherra Íran, Abbas Araqchi, sagði á blaðamannafundi að Íranir vildu enn halda samningnum í gildi en kenndi Evrópuríkjum um hvernig fer. Araqchi sagði að Evrópuríkin hafi einfaldlega ekki uppfyllt sinn hluta samningsins. Auk ríkja Evrópu voru Bandaríkin, undir stjórn Barack Obama, samningsaðilar. Undir núverandi stjórn hefur Bandaríkin hins vegar dregið sig til baka úr samningnum og sagði núverandi forseti að samningurinn væri einn sá allra versti sem hann hefði séð. Bandaríkin drógu sig úr samningnum árið 2018 og hafa í kjölfarið beitt Íran þungum viðskiptaþvingunum. Íranir hafa nú þegar brotið einn skilmála samningsins með því magni af auðguðu úrani sem þeir hafa framleitt en framleiðsla tók kipp í maí síðastliðnum. Auðgað úran er hægt að nota til að knúa kjarnakljúfa en einnig til framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Nú hafa Íranir tilkynnt að ríkið hyggist framleiða auðgað úran með hærri styrk en áður, þar sem samsætan úran-235 verður fyrirferðarmeiri eða yfir 3,67%. Í gær lýsti forseti Frakklands, Emmanuel Macron, yfir áhyggjum sínum við íranska forsetann Hassan Rouhani vegna úranframleiðslu landsins og hvað myndi fara í hönd ef samningurinn félli úr gildi. Rouhani að sama skapi kallaði eftir viðbrögðum og vinnu Evrópuríkja við að bjarga samningnum.
Íran Tengdar fréttir Segja Írani eiga meira en 300 kíló af auðguðu úrani Íranir eiga nú meira en 300 kíló af auðguðu úrani og hafa þar með brotið gegn kjarnorkusamningnum sem þeir gerðu við stórveldin árið 2015. 1. júlí 2019 11:34 Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47 Íransforseti boðar frekari auðgun úrans Stjórnvöld í Teheran reyna nú að þrýsta á Evrópuríki sem eiga aðild að kjarnorkusamningum um að þau verja Íran fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. 3. júlí 2019 11:49 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Segja Írani eiga meira en 300 kíló af auðguðu úrani Íranir eiga nú meira en 300 kíló af auðguðu úrani og hafa þar með brotið gegn kjarnorkusamningnum sem þeir gerðu við stórveldin árið 2015. 1. júlí 2019 11:34
Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47
Íransforseti boðar frekari auðgun úrans Stjórnvöld í Teheran reyna nú að þrýsta á Evrópuríki sem eiga aðild að kjarnorkusamningum um að þau verja Íran fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. 3. júlí 2019 11:49
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent