Erlent

Útgönguspá bendir til þess að stjórnarandstaðan nái völdum í Grikklandi

Eiður Þór Árnason skrifar
Frá framboðsfundi Nýja lýðveldisflokks Kyriakosar Mitsokakis í Aþenu.
Frá framboðsfundi Nýja lýðveldisflokks Kyriakosar Mitsokakis í Aþenu. Getty/NurPhoto

Ný útgönguspá bendir til þess að miðju-hægri flokkurinn Nýtt lýðveldi sigri þingkosningarnar í Grikklandi með 38% til 42% atkvæða. Það fylgi myndi gefa flokknum hreinan meirihluta á þinginu í ljósi þess að sigurvegarinn þar í landi fær úthlutað 50 auka þingsætum.

Því er talið að flokkurinn, sem er leiddur af Kyriakos Mitsotakis, sigri Syriza-flokk sitjandi forsætisráðherra Alexis Tsipras. Er vinstriflokki hans spáð 26,5% til 31,5% fylgi.

Þingkosningar fara fram í Grikklandi í dag en sitjandi forsætisráðherra boðaði snögglega til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í Evrópuþingskosningunum í maí síðastliðnum.

Syriza-flokkurinn hefur verið við völd frá árinu 2015 með Tsipras í broddi fylkingar en Nýi lýðveldisflokkur Kyriakos Mitsotakis vonast nú til þess að ná kjöri og binda enda á stjórnartíð Tsipras. Um er að ræða sjöttu þingkosningarnar í Grikklandi frá efnahagshruninu árið 2008


Tengdar fréttir

Kosið í Grikklandi í sjötta sinn frá hruni

Þingkosningar fara fram í Grikklandi í dag en sitjandi forsætisráðherra, Alexis Tsipras úr Syriza flokknum boðaði til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í evrópuþingkosningunum í maí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.