Gönguglaður refur gekk fram af vísindamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2019 12:01 Læðan sem gekk yfir hafísinn til Kanada þegar hún var merkt í Krossfirði á Svalbarða 29. júlí árið 2017. AP/Elise Strömseng/Norska pólstofnunin Norskir vísindamenn voru forviða þegar staðsetningaról sem þeir komu fyrir á heimskautaref á Svalbarða sýndi að hann hafði gengið á fimmta þúsund kílómetra til nyrsta hluta Kanada á fjórum mánuðum. Refirnir eru þekktir fyrir að vera harðgerir og víðförlir en vegalengdin er ein sú mesta sem vitað er að refur hafi ferðast. Starfsmenn Norsku pólstofnunarinnar komu fyrir ól með gervihnattarstaðsetningarmerki á ungri læðu á Spitsbergen í Svalbarðaeyjaklasanum sumarið 2017. Fylgdust þeir svo með ferðum hennar í gegnum gervihnött. Refurinn yfirgaf fæðingarstað sinn á Svalbarða 1. mars í fyrra og var kominn til Grænlands yfir hafísinn aðeins 21 degi síðar. Aðeins um þremur mánuðum síðar var hann kominn til Ellesmere-eyju á nyrsta hjara Kanada 1. júlí, að sögn AP-fréttastofunnar. Á ferðalaginu gekk refurinn að meðaltali 46,3 kílómetra á dag. Þegar hann kom til Kanada hafði hann gengið 4.415 kílómetra. Í beinni loftlínu eru 1.789 kílómetrar á milli grenisins þar sem hann kom í heiminn og kanadísku eyjarinnar. Til samanburðar er hringvegurinn á Íslandi rúmir 1.300 kílómetrar samkvæmt vef Vegagerðinnar. Læðan var sú eina af 50-60 refum sem vísindamennirnir merktu sem hætti sér út fyrir Svalbarða. „Þegar þetta byrjaði að gerast hugsuðum við „Er þetta virkilega satt?“ segir Arnaud Tarroux, einn vísindamannanna sem fylgdust með ferðum læðunnar við Washington Post. Að þeim hvarflaði að villa gæti verið í gögnunum. Svo reyndist þó ekki vera. Þegar þeir báru ferðir læðunnar saman við hreyfingar hafíssins sást að þær stemmdu.Leiðin sem læðan gekk yfir hafísinn frá Svalbarða í austri til Ellesmere-eyju í vestri með viðkomu á Grænlandi.AP/ESRI/Norska pólstofnuninHop hafíssins hefur einangrað íslenska refastofninn Þekkt er að refir geri víðreist um norðurskautið. Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós skyldleika refa á ólíkum hlutum þess sem aðeins hafís tengir saman. Friðþjófur Nansen, norski norðurskautsfarinn og Nóbelsverðlaunahafinn, furðaði sig þannig á því þegar hann fann ný tófuspor á hafísnum þegar hann reyndi að komast á norðurpólinn undir lok 19. aldar. „Hvað í veröldinni var refur að gera hérna úti á villtu hafinu? Ætli þeir hafi villst?“ skrifaði hann í dagbók sína. Engu að síður kom göngugleði læðunnar vísindamönnunum í opna skjöldu og ekki síður hversu hratt hún fór yfir. „Við vissum í raun ekki hvernig þeir gerðu þetta og hversu lengi það tæki einstakling að fara slíka ferð,“ segir Tarroux. Ekki er vitað hvers vegna refir leggja upp í slíkar langferðir. Mögulegt er talið að orsökin sé fæðurskortur. Staðsetningaról læðunnar gaf upp öndina í febrúar. Síðast spurðist til hennar á Ellesmere-eyju. Tarroux bendir á að ferðir sem þessar verði ómögulegar í framtíðinni haldi hafísinn á norðurskautinu áfram að hverfa vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hop hafíssins hafi þegar einangrað refastofninn á Íslandi. Dýr Grænland Kanada Noregur Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00 Refurinn gerir sig heimakominn á Urriðavelli Fólk á höfuðborgarsvæðinu verður miklum meira vart við melrakkann en áður. 14. september 2018 13:41 Viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar á norðurskautinu hefst í haust Stærsti rannsóknarleiðangur sögunnar er fram undan á norðurskautinu með þátttöku sautján þjóða og um þrjátíu stofnana víðs vegar um heiminn. Talsmaður verkefnisins segir nauðsynlegt að auka á þekkingu manna á norðurskautinu til að skilja þær miklu breytinga sem þar eigi sér stað vegna loftslagsbreytinganna. 2. júní 2019 20:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Sjá meira
Norskir vísindamenn voru forviða þegar staðsetningaról sem þeir komu fyrir á heimskautaref á Svalbarða sýndi að hann hafði gengið á fimmta þúsund kílómetra til nyrsta hluta Kanada á fjórum mánuðum. Refirnir eru þekktir fyrir að vera harðgerir og víðförlir en vegalengdin er ein sú mesta sem vitað er að refur hafi ferðast. Starfsmenn Norsku pólstofnunarinnar komu fyrir ól með gervihnattarstaðsetningarmerki á ungri læðu á Spitsbergen í Svalbarðaeyjaklasanum sumarið 2017. Fylgdust þeir svo með ferðum hennar í gegnum gervihnött. Refurinn yfirgaf fæðingarstað sinn á Svalbarða 1. mars í fyrra og var kominn til Grænlands yfir hafísinn aðeins 21 degi síðar. Aðeins um þremur mánuðum síðar var hann kominn til Ellesmere-eyju á nyrsta hjara Kanada 1. júlí, að sögn AP-fréttastofunnar. Á ferðalaginu gekk refurinn að meðaltali 46,3 kílómetra á dag. Þegar hann kom til Kanada hafði hann gengið 4.415 kílómetra. Í beinni loftlínu eru 1.789 kílómetrar á milli grenisins þar sem hann kom í heiminn og kanadísku eyjarinnar. Til samanburðar er hringvegurinn á Íslandi rúmir 1.300 kílómetrar samkvæmt vef Vegagerðinnar. Læðan var sú eina af 50-60 refum sem vísindamennirnir merktu sem hætti sér út fyrir Svalbarða. „Þegar þetta byrjaði að gerast hugsuðum við „Er þetta virkilega satt?“ segir Arnaud Tarroux, einn vísindamannanna sem fylgdust með ferðum læðunnar við Washington Post. Að þeim hvarflaði að villa gæti verið í gögnunum. Svo reyndist þó ekki vera. Þegar þeir báru ferðir læðunnar saman við hreyfingar hafíssins sást að þær stemmdu.Leiðin sem læðan gekk yfir hafísinn frá Svalbarða í austri til Ellesmere-eyju í vestri með viðkomu á Grænlandi.AP/ESRI/Norska pólstofnuninHop hafíssins hefur einangrað íslenska refastofninn Þekkt er að refir geri víðreist um norðurskautið. Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós skyldleika refa á ólíkum hlutum þess sem aðeins hafís tengir saman. Friðþjófur Nansen, norski norðurskautsfarinn og Nóbelsverðlaunahafinn, furðaði sig þannig á því þegar hann fann ný tófuspor á hafísnum þegar hann reyndi að komast á norðurpólinn undir lok 19. aldar. „Hvað í veröldinni var refur að gera hérna úti á villtu hafinu? Ætli þeir hafi villst?“ skrifaði hann í dagbók sína. Engu að síður kom göngugleði læðunnar vísindamönnunum í opna skjöldu og ekki síður hversu hratt hún fór yfir. „Við vissum í raun ekki hvernig þeir gerðu þetta og hversu lengi það tæki einstakling að fara slíka ferð,“ segir Tarroux. Ekki er vitað hvers vegna refir leggja upp í slíkar langferðir. Mögulegt er talið að orsökin sé fæðurskortur. Staðsetningaról læðunnar gaf upp öndina í febrúar. Síðast spurðist til hennar á Ellesmere-eyju. Tarroux bendir á að ferðir sem þessar verði ómögulegar í framtíðinni haldi hafísinn á norðurskautinu áfram að hverfa vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hop hafíssins hafi þegar einangrað refastofninn á Íslandi.
Dýr Grænland Kanada Noregur Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00 Refurinn gerir sig heimakominn á Urriðavelli Fólk á höfuðborgarsvæðinu verður miklum meira vart við melrakkann en áður. 14. september 2018 13:41 Viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar á norðurskautinu hefst í haust Stærsti rannsóknarleiðangur sögunnar er fram undan á norðurskautinu með þátttöku sautján þjóða og um þrjátíu stofnana víðs vegar um heiminn. Talsmaður verkefnisins segir nauðsynlegt að auka á þekkingu manna á norðurskautinu til að skilja þær miklu breytinga sem þar eigi sér stað vegna loftslagsbreytinganna. 2. júní 2019 20:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Sjá meira
Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00
Refurinn gerir sig heimakominn á Urriðavelli Fólk á höfuðborgarsvæðinu verður miklum meira vart við melrakkann en áður. 14. september 2018 13:41
Viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar á norðurskautinu hefst í haust Stærsti rannsóknarleiðangur sögunnar er fram undan á norðurskautinu með þátttöku sautján þjóða og um þrjátíu stofnana víðs vegar um heiminn. Talsmaður verkefnisins segir nauðsynlegt að auka á þekkingu manna á norðurskautinu til að skilja þær miklu breytinga sem þar eigi sér stað vegna loftslagsbreytinganna. 2. júní 2019 20:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent