Gönguglaður refur gekk fram af vísindamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2019 12:01 Læðan sem gekk yfir hafísinn til Kanada þegar hún var merkt í Krossfirði á Svalbarða 29. júlí árið 2017. AP/Elise Strömseng/Norska pólstofnunin Norskir vísindamenn voru forviða þegar staðsetningaról sem þeir komu fyrir á heimskautaref á Svalbarða sýndi að hann hafði gengið á fimmta þúsund kílómetra til nyrsta hluta Kanada á fjórum mánuðum. Refirnir eru þekktir fyrir að vera harðgerir og víðförlir en vegalengdin er ein sú mesta sem vitað er að refur hafi ferðast. Starfsmenn Norsku pólstofnunarinnar komu fyrir ól með gervihnattarstaðsetningarmerki á ungri læðu á Spitsbergen í Svalbarðaeyjaklasanum sumarið 2017. Fylgdust þeir svo með ferðum hennar í gegnum gervihnött. Refurinn yfirgaf fæðingarstað sinn á Svalbarða 1. mars í fyrra og var kominn til Grænlands yfir hafísinn aðeins 21 degi síðar. Aðeins um þremur mánuðum síðar var hann kominn til Ellesmere-eyju á nyrsta hjara Kanada 1. júlí, að sögn AP-fréttastofunnar. Á ferðalaginu gekk refurinn að meðaltali 46,3 kílómetra á dag. Þegar hann kom til Kanada hafði hann gengið 4.415 kílómetra. Í beinni loftlínu eru 1.789 kílómetrar á milli grenisins þar sem hann kom í heiminn og kanadísku eyjarinnar. Til samanburðar er hringvegurinn á Íslandi rúmir 1.300 kílómetrar samkvæmt vef Vegagerðinnar. Læðan var sú eina af 50-60 refum sem vísindamennirnir merktu sem hætti sér út fyrir Svalbarða. „Þegar þetta byrjaði að gerast hugsuðum við „Er þetta virkilega satt?“ segir Arnaud Tarroux, einn vísindamannanna sem fylgdust með ferðum læðunnar við Washington Post. Að þeim hvarflaði að villa gæti verið í gögnunum. Svo reyndist þó ekki vera. Þegar þeir báru ferðir læðunnar saman við hreyfingar hafíssins sást að þær stemmdu.Leiðin sem læðan gekk yfir hafísinn frá Svalbarða í austri til Ellesmere-eyju í vestri með viðkomu á Grænlandi.AP/ESRI/Norska pólstofnuninHop hafíssins hefur einangrað íslenska refastofninn Þekkt er að refir geri víðreist um norðurskautið. Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós skyldleika refa á ólíkum hlutum þess sem aðeins hafís tengir saman. Friðþjófur Nansen, norski norðurskautsfarinn og Nóbelsverðlaunahafinn, furðaði sig þannig á því þegar hann fann ný tófuspor á hafísnum þegar hann reyndi að komast á norðurpólinn undir lok 19. aldar. „Hvað í veröldinni var refur að gera hérna úti á villtu hafinu? Ætli þeir hafi villst?“ skrifaði hann í dagbók sína. Engu að síður kom göngugleði læðunnar vísindamönnunum í opna skjöldu og ekki síður hversu hratt hún fór yfir. „Við vissum í raun ekki hvernig þeir gerðu þetta og hversu lengi það tæki einstakling að fara slíka ferð,“ segir Tarroux. Ekki er vitað hvers vegna refir leggja upp í slíkar langferðir. Mögulegt er talið að orsökin sé fæðurskortur. Staðsetningaról læðunnar gaf upp öndina í febrúar. Síðast spurðist til hennar á Ellesmere-eyju. Tarroux bendir á að ferðir sem þessar verði ómögulegar í framtíðinni haldi hafísinn á norðurskautinu áfram að hverfa vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hop hafíssins hafi þegar einangrað refastofninn á Íslandi. Dýr Grænland Kanada Noregur Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00 Refurinn gerir sig heimakominn á Urriðavelli Fólk á höfuðborgarsvæðinu verður miklum meira vart við melrakkann en áður. 14. september 2018 13:41 Viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar á norðurskautinu hefst í haust Stærsti rannsóknarleiðangur sögunnar er fram undan á norðurskautinu með þátttöku sautján þjóða og um þrjátíu stofnana víðs vegar um heiminn. Talsmaður verkefnisins segir nauðsynlegt að auka á þekkingu manna á norðurskautinu til að skilja þær miklu breytinga sem þar eigi sér stað vegna loftslagsbreytinganna. 2. júní 2019 20:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Norskir vísindamenn voru forviða þegar staðsetningaról sem þeir komu fyrir á heimskautaref á Svalbarða sýndi að hann hafði gengið á fimmta þúsund kílómetra til nyrsta hluta Kanada á fjórum mánuðum. Refirnir eru þekktir fyrir að vera harðgerir og víðförlir en vegalengdin er ein sú mesta sem vitað er að refur hafi ferðast. Starfsmenn Norsku pólstofnunarinnar komu fyrir ól með gervihnattarstaðsetningarmerki á ungri læðu á Spitsbergen í Svalbarðaeyjaklasanum sumarið 2017. Fylgdust þeir svo með ferðum hennar í gegnum gervihnött. Refurinn yfirgaf fæðingarstað sinn á Svalbarða 1. mars í fyrra og var kominn til Grænlands yfir hafísinn aðeins 21 degi síðar. Aðeins um þremur mánuðum síðar var hann kominn til Ellesmere-eyju á nyrsta hjara Kanada 1. júlí, að sögn AP-fréttastofunnar. Á ferðalaginu gekk refurinn að meðaltali 46,3 kílómetra á dag. Þegar hann kom til Kanada hafði hann gengið 4.415 kílómetra. Í beinni loftlínu eru 1.789 kílómetrar á milli grenisins þar sem hann kom í heiminn og kanadísku eyjarinnar. Til samanburðar er hringvegurinn á Íslandi rúmir 1.300 kílómetrar samkvæmt vef Vegagerðinnar. Læðan var sú eina af 50-60 refum sem vísindamennirnir merktu sem hætti sér út fyrir Svalbarða. „Þegar þetta byrjaði að gerast hugsuðum við „Er þetta virkilega satt?“ segir Arnaud Tarroux, einn vísindamannanna sem fylgdust með ferðum læðunnar við Washington Post. Að þeim hvarflaði að villa gæti verið í gögnunum. Svo reyndist þó ekki vera. Þegar þeir báru ferðir læðunnar saman við hreyfingar hafíssins sást að þær stemmdu.Leiðin sem læðan gekk yfir hafísinn frá Svalbarða í austri til Ellesmere-eyju í vestri með viðkomu á Grænlandi.AP/ESRI/Norska pólstofnuninHop hafíssins hefur einangrað íslenska refastofninn Þekkt er að refir geri víðreist um norðurskautið. Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós skyldleika refa á ólíkum hlutum þess sem aðeins hafís tengir saman. Friðþjófur Nansen, norski norðurskautsfarinn og Nóbelsverðlaunahafinn, furðaði sig þannig á því þegar hann fann ný tófuspor á hafísnum þegar hann reyndi að komast á norðurpólinn undir lok 19. aldar. „Hvað í veröldinni var refur að gera hérna úti á villtu hafinu? Ætli þeir hafi villst?“ skrifaði hann í dagbók sína. Engu að síður kom göngugleði læðunnar vísindamönnunum í opna skjöldu og ekki síður hversu hratt hún fór yfir. „Við vissum í raun ekki hvernig þeir gerðu þetta og hversu lengi það tæki einstakling að fara slíka ferð,“ segir Tarroux. Ekki er vitað hvers vegna refir leggja upp í slíkar langferðir. Mögulegt er talið að orsökin sé fæðurskortur. Staðsetningaról læðunnar gaf upp öndina í febrúar. Síðast spurðist til hennar á Ellesmere-eyju. Tarroux bendir á að ferðir sem þessar verði ómögulegar í framtíðinni haldi hafísinn á norðurskautinu áfram að hverfa vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hop hafíssins hafi þegar einangrað refastofninn á Íslandi.
Dýr Grænland Kanada Noregur Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00 Refurinn gerir sig heimakominn á Urriðavelli Fólk á höfuðborgarsvæðinu verður miklum meira vart við melrakkann en áður. 14. september 2018 13:41 Viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar á norðurskautinu hefst í haust Stærsti rannsóknarleiðangur sögunnar er fram undan á norðurskautinu með þátttöku sautján þjóða og um þrjátíu stofnana víðs vegar um heiminn. Talsmaður verkefnisins segir nauðsynlegt að auka á þekkingu manna á norðurskautinu til að skilja þær miklu breytinga sem þar eigi sér stað vegna loftslagsbreytinganna. 2. júní 2019 20:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00
Refurinn gerir sig heimakominn á Urriðavelli Fólk á höfuðborgarsvæðinu verður miklum meira vart við melrakkann en áður. 14. september 2018 13:41
Viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar á norðurskautinu hefst í haust Stærsti rannsóknarleiðangur sögunnar er fram undan á norðurskautinu með þátttöku sautján þjóða og um þrjátíu stofnana víðs vegar um heiminn. Talsmaður verkefnisins segir nauðsynlegt að auka á þekkingu manna á norðurskautinu til að skilja þær miklu breytinga sem þar eigi sér stað vegna loftslagsbreytinganna. 2. júní 2019 20:00