Enski boltinn

Pogba ætlar að biðla til Solskjær að leyfa sér að fara

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Pogba
Paul Pogba vísir/getty
Ensku slúðurblöðin greina frá því að Paul Pogba muni fara á fund með Ole Gunnar Solskjær og biðja Norðmanninn um að leyfa honum fara frá Manchester United.

Pogba og möguleg félagsskipti hans hafa verið helsta frétt sumarsins til þessa og sögusagnirnar í kringum hann halda áfram að fljóta.

Bæði Juventus og Real Madrid eru sögð á höttunum eftir Pogba en United vill fá 150 milljónir punda fyrir franska heimsmeistarann. Pogba sjálfur lét hafa eftir sér í viðtali á dögunum að það yrði draumur að spila fyrir Real.

Leikmenn í liðum ensku úrvalsdeildarinnar fara að skila sér aftur í vinnu úr sumarfríi á næstu dögum og hefja undirbúningstímabil. Þegar Pogba snýr aftur til Manchester ætlar hann að setjast niður með Solskjær og biðja hann um að leyfa sér að fara samkvæmt frétt The Sun.

Pogba er sagður vilja ljúka þessu máli fyrir 13. júlí, daginn sem United spilar sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu.

Ástæða þess að Pogba ætlar að reyna að biðla til Solskjær á að vera sú að Ed Woodward, framkvæmdarstjóri Manchester United, á að hafa sagt Pogba að hann fái ekki að fara. Pogba vill fá Solskjær til þess að sannfæra Woodward um að það besta í stöðunni sé að leyfa honum að fara.


Tengdar fréttir

Juventus elskar Pogba

Juventus er ekkert að fara leynt með áhuga félagsins á því að fá Frakkann Paul Pogba aftur í sínar raðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×