Enski boltinn

Juventus elskar Pogba

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hvað gerist með Pogba í sumar?
Hvað gerist með Pogba í sumar? vísir/getty
Juventus er ekkert að fara leynt með áhuga félagsins á því að fá Frakkann Paul Pogba aftur í sínar raðir.Það eru þrjú ár síðan Juventus seldi Pogba til Man. Utd á 89 milljónir punda sem þá var metfé fyrir leikmann í heiminum.Pogba virðist alveg vera til í að yfirgefa Man. Utd í annað sinn á ferlinum en hann sagði á sunnudag að þetta væri kannski góður tími til þess að fá nýja áskorun á hans ferli.Real Madrid er spennt fyrir leikmanninum rétt eins og Juve. Sky á Ítalíu segist þó hafa heimildir fyrir því að Pogba sé spenntari fyrir því að fara aftur til Juventus þar sem honum leið vel.„Við elskum Pogba enda spilaði hann hér við góðan orðstír í nokkur ár. Hér þroskaðist hann sem leikmaður og varð síðan heimsmeistari,“ sagði Fabio Paratici, íþróttastjóri Juventus.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.