Enski boltinn

Pogba: Vil fá nýja áskorun annars staðar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pogba hefur verið hjá Manchester United síðan 2016.
Pogba hefur verið hjá Manchester United síðan 2016. vísir/getty

Paul Pogba, leikmaður Manchester United, hefur gefið í skyn að hann þurfi á nýrri áskorun að halda á ferlinum. Pogba hefur verið orðaður við Real Madrid og sitt gamla félag, Juventus, á undanförnum vikum.

„Ég hef verið þrjú ár hjá United og átt góða og slæma tíma eins og allir,“ sagði Pogba sem er dýrasti leikmaður í sögu United.

„Eftir þetta tímabil, sem var mitt besta, og allt sem gerðist hugsa ég að þetta sé góður tími til að takast á við nýja áskorun annars staðar.“

Pogba, sem er 26 ára, skoraði 13 mörk og gaf níu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og var valinn í lið ársins.

Hann lenti upp á kant við José Mourinho og virtist vera manna fegnastur þegar Portúgalinn var rekinn. Pogba lék vel fyrstu vikurnar eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við United en gaf eftir undir lok tímabilsins eins og samherjar sínir. United endaði í 6. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.