Erlent

Þunguð kona stungin til bana í suðurhluta Lundúna

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Tveir menn hafa verið handteknir vegna málsins.
Tveir menn hafa verið handteknir vegna málsins. Getty/Daniel Limpi
Ófrísk kona á þrítugsaldri á var stungin í bænum Croydon í suðurhluta Lundúna aðfaranótt laugardags. Konan er látin en barnið liggur nú þungt haldið á spítala. BBC greinir frá þessu.

Lögregla var kölluð til aðfaranótt laugardags að heimili í Croydon vegna konu í hjartastoppi. Í yfirlýsingu lögreglu af vettvangi hafði hin 26 ára Kelly Mary Fauvrelle verið stungin.

Kelly var barnshafandi og var komin átta mánuði á leið þegar hún var stungin. Konan lést en sjúkraflutningamenn á vettvangi tóku barnið. Það berst nú fyrir lífi sínu.

Tveir menn, 29 og 37 ára, hafa verið handteknir grunaðir um að hafa ráðið konunni bana. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×