Helgi: Ef maður talar mikið um það þá getur það haft áhrif Skúli Arnarson skrifar 30. júní 2019 19:55 Helgi Sigurðsson er að gera góða hluti í Árbænum. vísir/báraa Fylkir unnu 3-2 sigur á KA mönnum í Pepsi Max deildinni í kvöld. Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var að vonum gríðarlega ánægður með sitt lið í kvöld. „Ég er bara hrikalega stoltur af stráknunum. Við lendum í þessum áföllum, töpum ósanngjarnt á móti Blikunum á fimmtdaginn, lendum í þessum meiðslum snemma leiks og missum mikilvæga menn útaf. Svo missum við markmanninn útaf líka en mennirnir sem komu inn stóðu sig vel og voru tilbúnir að berjast. Við fundum einhvern aukakraft til að klára þetta og ég bara gæti ekki verið stoltari af strákunum.” Fylkir spiluðu við Breiðablik í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn þar sem þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Breiðablik unnu að lokum 4-2 sigur. Það var nokkuð ljóst að sá leikur sat í Fylkismönnum sem þurftu að gera tvöfalda skiptingu um miðjan fyrri hálfleik vegna meiðsla. „Leikurinn við Blika sat í okkur, við vissum það alveg. Við ákváðum samt að vera ekkert að tala um það. Ef maður talar mikið um það þá getur það haft áhrif og menn jafnvel orðið ennþá þreyttari. Ég talaði um það við mína menn í hálfleik að við þyrftum bara að halda áfram og sýna úr hverju við erum gerðir. Við töluðum um það fyrir mót að vera með sterkan heimavöll og að vinna svona leiki er bara einn liður í því.” Kolbeinn Birgir Finnsson hefur verið gífurlega öflugur fyrir Fylki í sumar en hann er á láni frá Brentford í Englandi. Lánssamningur hans rennur út 1.júlí og ljóst er að Fylkir vill reyna að halda honum lengur. Helgi segist ekkert vita hvort að það takist. „Hann var mögulega að leika sinn síðasta leik. Það er ekkert meira að segja við því. Við vonum auðvitað að hann verði áfram. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur og vonandi heldur hann áfram. Ég get því miður ekki sagt að hann verði klár fyrir okkur en við erum með fleiri stráka klára og ef hann fer þá erum við með nóg af mönnum til að taka við.” Næsti leikur Fylkis er gegn ÍA. Helgi segir að nú taki við kærkomin hvíld. „Nú nýtum við kærkomna hvíld. Auðvitað er betra að fara inn í hvíldina með sigur á bakinu. Við vitum það að hver leikur í þessari deild er erfiður og við þurfum að sýna jafn mikinn karakter ef ekki meiri út á Skaga í næstu umferð.” Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Fylkir unnu 3-2 sigur á KA mönnum í Pepsi Max deildinni í kvöld. Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var að vonum gríðarlega ánægður með sitt lið í kvöld. „Ég er bara hrikalega stoltur af stráknunum. Við lendum í þessum áföllum, töpum ósanngjarnt á móti Blikunum á fimmtdaginn, lendum í þessum meiðslum snemma leiks og missum mikilvæga menn útaf. Svo missum við markmanninn útaf líka en mennirnir sem komu inn stóðu sig vel og voru tilbúnir að berjast. Við fundum einhvern aukakraft til að klára þetta og ég bara gæti ekki verið stoltari af strákunum.” Fylkir spiluðu við Breiðablik í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn þar sem þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Breiðablik unnu að lokum 4-2 sigur. Það var nokkuð ljóst að sá leikur sat í Fylkismönnum sem þurftu að gera tvöfalda skiptingu um miðjan fyrri hálfleik vegna meiðsla. „Leikurinn við Blika sat í okkur, við vissum það alveg. Við ákváðum samt að vera ekkert að tala um það. Ef maður talar mikið um það þá getur það haft áhrif og menn jafnvel orðið ennþá þreyttari. Ég talaði um það við mína menn í hálfleik að við þyrftum bara að halda áfram og sýna úr hverju við erum gerðir. Við töluðum um það fyrir mót að vera með sterkan heimavöll og að vinna svona leiki er bara einn liður í því.” Kolbeinn Birgir Finnsson hefur verið gífurlega öflugur fyrir Fylki í sumar en hann er á láni frá Brentford í Englandi. Lánssamningur hans rennur út 1.júlí og ljóst er að Fylkir vill reyna að halda honum lengur. Helgi segist ekkert vita hvort að það takist. „Hann var mögulega að leika sinn síðasta leik. Það er ekkert meira að segja við því. Við vonum auðvitað að hann verði áfram. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur og vonandi heldur hann áfram. Ég get því miður ekki sagt að hann verði klár fyrir okkur en við erum með fleiri stráka klára og ef hann fer þá erum við með nóg af mönnum til að taka við.” Næsti leikur Fylkis er gegn ÍA. Helgi segir að nú taki við kærkomin hvíld. „Nú nýtum við kærkomna hvíld. Auðvitað er betra að fara inn í hvíldina með sigur á bakinu. Við vitum það að hver leikur í þessari deild er erfiður og við þurfum að sýna jafn mikinn karakter ef ekki meiri út á Skaga í næstu umferð.”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira