Helgi: Ef maður talar mikið um það þá getur það haft áhrif Skúli Arnarson skrifar 30. júní 2019 19:55 Helgi Sigurðsson er að gera góða hluti í Árbænum. vísir/báraa Fylkir unnu 3-2 sigur á KA mönnum í Pepsi Max deildinni í kvöld. Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var að vonum gríðarlega ánægður með sitt lið í kvöld. „Ég er bara hrikalega stoltur af stráknunum. Við lendum í þessum áföllum, töpum ósanngjarnt á móti Blikunum á fimmtdaginn, lendum í þessum meiðslum snemma leiks og missum mikilvæga menn útaf. Svo missum við markmanninn útaf líka en mennirnir sem komu inn stóðu sig vel og voru tilbúnir að berjast. Við fundum einhvern aukakraft til að klára þetta og ég bara gæti ekki verið stoltari af strákunum.” Fylkir spiluðu við Breiðablik í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn þar sem þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Breiðablik unnu að lokum 4-2 sigur. Það var nokkuð ljóst að sá leikur sat í Fylkismönnum sem þurftu að gera tvöfalda skiptingu um miðjan fyrri hálfleik vegna meiðsla. „Leikurinn við Blika sat í okkur, við vissum það alveg. Við ákváðum samt að vera ekkert að tala um það. Ef maður talar mikið um það þá getur það haft áhrif og menn jafnvel orðið ennþá þreyttari. Ég talaði um það við mína menn í hálfleik að við þyrftum bara að halda áfram og sýna úr hverju við erum gerðir. Við töluðum um það fyrir mót að vera með sterkan heimavöll og að vinna svona leiki er bara einn liður í því.” Kolbeinn Birgir Finnsson hefur verið gífurlega öflugur fyrir Fylki í sumar en hann er á láni frá Brentford í Englandi. Lánssamningur hans rennur út 1.júlí og ljóst er að Fylkir vill reyna að halda honum lengur. Helgi segist ekkert vita hvort að það takist. „Hann var mögulega að leika sinn síðasta leik. Það er ekkert meira að segja við því. Við vonum auðvitað að hann verði áfram. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur og vonandi heldur hann áfram. Ég get því miður ekki sagt að hann verði klár fyrir okkur en við erum með fleiri stráka klára og ef hann fer þá erum við með nóg af mönnum til að taka við.” Næsti leikur Fylkis er gegn ÍA. Helgi segir að nú taki við kærkomin hvíld. „Nú nýtum við kærkomna hvíld. Auðvitað er betra að fara inn í hvíldina með sigur á bakinu. Við vitum það að hver leikur í þessari deild er erfiður og við þurfum að sýna jafn mikinn karakter ef ekki meiri út á Skaga í næstu umferð.” Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Fylkir unnu 3-2 sigur á KA mönnum í Pepsi Max deildinni í kvöld. Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var að vonum gríðarlega ánægður með sitt lið í kvöld. „Ég er bara hrikalega stoltur af stráknunum. Við lendum í þessum áföllum, töpum ósanngjarnt á móti Blikunum á fimmtdaginn, lendum í þessum meiðslum snemma leiks og missum mikilvæga menn útaf. Svo missum við markmanninn útaf líka en mennirnir sem komu inn stóðu sig vel og voru tilbúnir að berjast. Við fundum einhvern aukakraft til að klára þetta og ég bara gæti ekki verið stoltari af strákunum.” Fylkir spiluðu við Breiðablik í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn þar sem þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Breiðablik unnu að lokum 4-2 sigur. Það var nokkuð ljóst að sá leikur sat í Fylkismönnum sem þurftu að gera tvöfalda skiptingu um miðjan fyrri hálfleik vegna meiðsla. „Leikurinn við Blika sat í okkur, við vissum það alveg. Við ákváðum samt að vera ekkert að tala um það. Ef maður talar mikið um það þá getur það haft áhrif og menn jafnvel orðið ennþá þreyttari. Ég talaði um það við mína menn í hálfleik að við þyrftum bara að halda áfram og sýna úr hverju við erum gerðir. Við töluðum um það fyrir mót að vera með sterkan heimavöll og að vinna svona leiki er bara einn liður í því.” Kolbeinn Birgir Finnsson hefur verið gífurlega öflugur fyrir Fylki í sumar en hann er á láni frá Brentford í Englandi. Lánssamningur hans rennur út 1.júlí og ljóst er að Fylkir vill reyna að halda honum lengur. Helgi segist ekkert vita hvort að það takist. „Hann var mögulega að leika sinn síðasta leik. Það er ekkert meira að segja við því. Við vonum auðvitað að hann verði áfram. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur og vonandi heldur hann áfram. Ég get því miður ekki sagt að hann verði klár fyrir okkur en við erum með fleiri stráka klára og ef hann fer þá erum við með nóg af mönnum til að taka við.” Næsti leikur Fylkis er gegn ÍA. Helgi segir að nú taki við kærkomin hvíld. „Nú nýtum við kærkomna hvíld. Auðvitað er betra að fara inn í hvíldina með sigur á bakinu. Við vitum það að hver leikur í þessari deild er erfiður og við þurfum að sýna jafn mikinn karakter ef ekki meiri út á Skaga í næstu umferð.”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira