Kolsvört staða en ekki alveg vonlaus Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 20. júní 2019 07:30 Rannsóknir benda til þess að við séum annaðhvort fallin á tíma eða við það að falla á tíma í baráttunni við loftslagsbreytingar. Ljóst er að stórfellds og hnattræns átaks er þörf. Getty Alexandros Maragos Þrátt fyrir að stíft hafi verið fundað víða um heim um það neyðarástand sem ríkir í loftslagsmálum og ítrekað hafi verið varað við þeirri miklu hættu sem fylgir loftslagsbreytingum er mannkynið ekki enn komið á rétta leið. Sífellt ólíklegra verður að við náum þeim markmiðum sem við höfum sett, til að mynda um að reyna að halda hlýnun undir tveimur gráðum miðað við meðalhita fyrir iðnbyltingu. Þessa stöðu hafa rannsóknir sýnt á undanförnum misserum.Svartar horfur Jafnvel þótt mannkyninu takist að skipta hratt og örugglega yfir í græna orku og öll ný ökutæki í Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og Kína verði knúin grænum orkugjöfum fyrir árið 2040 er ekki hægt að halda hlýnun innan tveggja gráða. Þetta sagði í rannsókn sem orkumarkaðsgreiningarfyrirtækið Wood Mackenzie birti undir lok síðasta árs. Forsendan sem rannsakendur gáfu sér var að hlutfall endurnýjanlegrar orku ykist um ellefu prósent ár hvert fram til 2035. Teymi fræðimanna á vegum bandaríska alríkisins sem stendur að Rannsóknarverkefni Bandaríkjanna um hnattrænar breytingar (USGCRP) birti um sama leyti 1.600 blaðsíðna skýrslu um þær afleiðingar sem loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa. Var þar til að mynda minnst á aukna útbreiðslu skordýra er bera hættulega sjúkdóma. Samkvæmt rannsakendum myndu Bandaríkin verða af um 500 milljörðum dala á ári vegna uppskerubrests, minnkandi vinnuaf ls og veðurofsa ef fram heldur sem horfir.Einstaklingar geta lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og þannig haft áhrif á aðra.Getty/Patricia HamiltonÁlíka dökkar horfur birtust í rannsókn sem World Resources Institute birti í febrúar. „Rannsóknin leiðir í ljós að við erum ekki á réttri leið. Þrátt fyrir að árangur hafi náðst á sumum sviðum, til að mynda í upptöku endurnýjanlegrar orku, er þörf á gífurlegum aðgerðum á öðrum sviðum til þess að ná markmiðum okkar.“ Sé horft sérstaklega til Íslands má benda á að losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst um 2,2 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í skýrslu Umhverfisstofnunar um losun gróðurhúsalofttegunda frá því í apríl síðastliðnum. Var þar hlutur landnotkunar stærstur en á eftir fylgdu vegasamgöngur, olíunotkun fiskiskipa, iðragerjun húsdýra og losun frá kælitækjum.Ekki öll von úti Staðan er þó ekki ómöguleg. Rannsakendur hjá fyrrnefndri World Resources Institute komust til að mynda að þeirri niðurstöðu að hægt væri að halda hlýnun undir 1,5 gráðum ef gripið verður til stórtækra aðgerða strax. Að því er kom fram í ritrýndri grein sem birtist í Nature síðasta sumar er til dæmis þörf á um 460 milljarða dala fjárfestingu árlega næstu tólf árin til að ná þessu 1,5 gráða markmiði. Við erum enn langt frá þessari tölu, samkvæmt tölfræði sem Bloom bergNEF birti á þriðjudaginn. Fjárfesting á heimsvísu stóð í 288,9 milljörðum dala á síðasta ári. Hafði þá minnkað um ellefu prósent frá árinu 2017. Hvað get ég gert? Samkvæmt rannsókn sem Kimberly Nicholas og Seth Wynes hjá Háskólanum í Lundi gerðu í fyrra eru fimm stærstu einstöku ákvarðanirnar sem einstaklingur getur tekið til þess að berjast gegn loftslagsbreytingum að lifa bíllausum lífsstíl, fækka flugferðum, skipta yfir í raf bíl, nota græna orku og tileinka sér mataræði er byggir á plöntum. Nicholas og Wynes settu reyndar efst á lista sinn að eignast færri börn en sú afstaða er umdeild enda vafaatriði hvort hægt sé að skrifa ákvarðanir barna á foreldra og þá hversu lengi. Við tökum loftslagsvána mjög alvarlega. Þótt ógnin af hamfarahlýnun sé stór er ég bjartsýnn á framhaldið þar sem ótrúleg vakning hefur orðið á stuttum tíma, ekki síst fyrir tilstilli unga fólksins sem kallar á aðgerðir og minnir okkur öll á verkefnið fram undan, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra.Vísir/Anton BrinkAllt ætti þetta að hljóma afar kunnuglega enda ítrekað verið bent á að olíudrifin farartæki og kvikfjárrækt hafi neikvæð áhrif á loftslagsbókhaldið. Vert er að horfa til þess sömuleiðis að reyna að borða fæðu úr nærumhverfinu. Innflutt grænmetisfæði er þó allajafna loftslagsvænna en nærumhverfiskjöt, að því er kemur fram í skýrslu um rannsókn IIASA sem birt var í október síðastliðnum. Spurningar um hvort það skipti raunverulegu máli hvort maður sjálfur breyti því einn og sér hvað maður gerir eru algengar. Miðað við rannsóknir eins og þá sem birt var í tímariti Association for Psychological Science í september 2017 eru slíkar áhyggjur hins vegar óþarfar. Ein tilrauna rannsakenda þá leiddi til dæmis í ljós að gestir á kaffihúsi í Bandaríkjunum sem höfðu fengið þær upplýsingar að 30 prósent Bandaríkjamanna hefðu ákveðið að draga úr kjötneyslu voru tvöfalt líklegri til að panta sér ekki kjöt. Ábyrgð einstaklinga bliknar hins vegar í samanburði við ábyrgð jarðefnaeldsneytisfyrirtækja, að því er kom fram í skýrslu Climate Accountability Institute fyrir tveimur árum. Þótt gjörðir einstaklinga séu mikilvægar er því einnig þörf á því að bæði stórfyrirtæki og ríkisstjórnir átti sig á alvarleika málsins. Að því er Debra Robert, einn formanna Alþjóðanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sagði við BBC þurfa allir að taka þátt í baráttunni. Einstaklingar þurfa að þrýsta á bæði ríkisstjórnir og fyrirtæki að innleiða nauðsynlegar breytingar. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira
Þrátt fyrir að stíft hafi verið fundað víða um heim um það neyðarástand sem ríkir í loftslagsmálum og ítrekað hafi verið varað við þeirri miklu hættu sem fylgir loftslagsbreytingum er mannkynið ekki enn komið á rétta leið. Sífellt ólíklegra verður að við náum þeim markmiðum sem við höfum sett, til að mynda um að reyna að halda hlýnun undir tveimur gráðum miðað við meðalhita fyrir iðnbyltingu. Þessa stöðu hafa rannsóknir sýnt á undanförnum misserum.Svartar horfur Jafnvel þótt mannkyninu takist að skipta hratt og örugglega yfir í græna orku og öll ný ökutæki í Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og Kína verði knúin grænum orkugjöfum fyrir árið 2040 er ekki hægt að halda hlýnun innan tveggja gráða. Þetta sagði í rannsókn sem orkumarkaðsgreiningarfyrirtækið Wood Mackenzie birti undir lok síðasta árs. Forsendan sem rannsakendur gáfu sér var að hlutfall endurnýjanlegrar orku ykist um ellefu prósent ár hvert fram til 2035. Teymi fræðimanna á vegum bandaríska alríkisins sem stendur að Rannsóknarverkefni Bandaríkjanna um hnattrænar breytingar (USGCRP) birti um sama leyti 1.600 blaðsíðna skýrslu um þær afleiðingar sem loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa. Var þar til að mynda minnst á aukna útbreiðslu skordýra er bera hættulega sjúkdóma. Samkvæmt rannsakendum myndu Bandaríkin verða af um 500 milljörðum dala á ári vegna uppskerubrests, minnkandi vinnuaf ls og veðurofsa ef fram heldur sem horfir.Einstaklingar geta lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og þannig haft áhrif á aðra.Getty/Patricia HamiltonÁlíka dökkar horfur birtust í rannsókn sem World Resources Institute birti í febrúar. „Rannsóknin leiðir í ljós að við erum ekki á réttri leið. Þrátt fyrir að árangur hafi náðst á sumum sviðum, til að mynda í upptöku endurnýjanlegrar orku, er þörf á gífurlegum aðgerðum á öðrum sviðum til þess að ná markmiðum okkar.“ Sé horft sérstaklega til Íslands má benda á að losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst um 2,2 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í skýrslu Umhverfisstofnunar um losun gróðurhúsalofttegunda frá því í apríl síðastliðnum. Var þar hlutur landnotkunar stærstur en á eftir fylgdu vegasamgöngur, olíunotkun fiskiskipa, iðragerjun húsdýra og losun frá kælitækjum.Ekki öll von úti Staðan er þó ekki ómöguleg. Rannsakendur hjá fyrrnefndri World Resources Institute komust til að mynda að þeirri niðurstöðu að hægt væri að halda hlýnun undir 1,5 gráðum ef gripið verður til stórtækra aðgerða strax. Að því er kom fram í ritrýndri grein sem birtist í Nature síðasta sumar er til dæmis þörf á um 460 milljarða dala fjárfestingu árlega næstu tólf árin til að ná þessu 1,5 gráða markmiði. Við erum enn langt frá þessari tölu, samkvæmt tölfræði sem Bloom bergNEF birti á þriðjudaginn. Fjárfesting á heimsvísu stóð í 288,9 milljörðum dala á síðasta ári. Hafði þá minnkað um ellefu prósent frá árinu 2017. Hvað get ég gert? Samkvæmt rannsókn sem Kimberly Nicholas og Seth Wynes hjá Háskólanum í Lundi gerðu í fyrra eru fimm stærstu einstöku ákvarðanirnar sem einstaklingur getur tekið til þess að berjast gegn loftslagsbreytingum að lifa bíllausum lífsstíl, fækka flugferðum, skipta yfir í raf bíl, nota græna orku og tileinka sér mataræði er byggir á plöntum. Nicholas og Wynes settu reyndar efst á lista sinn að eignast færri börn en sú afstaða er umdeild enda vafaatriði hvort hægt sé að skrifa ákvarðanir barna á foreldra og þá hversu lengi. Við tökum loftslagsvána mjög alvarlega. Þótt ógnin af hamfarahlýnun sé stór er ég bjartsýnn á framhaldið þar sem ótrúleg vakning hefur orðið á stuttum tíma, ekki síst fyrir tilstilli unga fólksins sem kallar á aðgerðir og minnir okkur öll á verkefnið fram undan, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra.Vísir/Anton BrinkAllt ætti þetta að hljóma afar kunnuglega enda ítrekað verið bent á að olíudrifin farartæki og kvikfjárrækt hafi neikvæð áhrif á loftslagsbókhaldið. Vert er að horfa til þess sömuleiðis að reyna að borða fæðu úr nærumhverfinu. Innflutt grænmetisfæði er þó allajafna loftslagsvænna en nærumhverfiskjöt, að því er kemur fram í skýrslu um rannsókn IIASA sem birt var í október síðastliðnum. Spurningar um hvort það skipti raunverulegu máli hvort maður sjálfur breyti því einn og sér hvað maður gerir eru algengar. Miðað við rannsóknir eins og þá sem birt var í tímariti Association for Psychological Science í september 2017 eru slíkar áhyggjur hins vegar óþarfar. Ein tilrauna rannsakenda þá leiddi til dæmis í ljós að gestir á kaffihúsi í Bandaríkjunum sem höfðu fengið þær upplýsingar að 30 prósent Bandaríkjamanna hefðu ákveðið að draga úr kjötneyslu voru tvöfalt líklegri til að panta sér ekki kjöt. Ábyrgð einstaklinga bliknar hins vegar í samanburði við ábyrgð jarðefnaeldsneytisfyrirtækja, að því er kom fram í skýrslu Climate Accountability Institute fyrir tveimur árum. Þótt gjörðir einstaklinga séu mikilvægar er því einnig þörf á því að bæði stórfyrirtæki og ríkisstjórnir átti sig á alvarleika málsins. Að því er Debra Robert, einn formanna Alþjóðanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sagði við BBC þurfa allir að taka þátt í baráttunni. Einstaklingar þurfa að þrýsta á bæði ríkisstjórnir og fyrirtæki að innleiða nauðsynlegar breytingar.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira