Cloé komin með íslenskan ríkisborgararétt: „Sannarlega biðarinnar virði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júní 2019 12:00 Cloé hefur skorað sjö mörk í sex leikjum í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. vísir/vilhelm Alþingi samþykkti í gær tillögu allsherjar- og menntamálanefndar um að veita Cloé Lacasse íslenskan ríkisborgararétt. Clóe, sem er frá Kanada, hefur leikið með ÍBV undanfarin fimm tímabil og verið í hópi bestu leikmanna Pepsi-deildar kvenna í fótbolta á þeim tíma. „Ég er bara mjög spennt. Ég hef beðið lengi eftir þessu og allir eru glaðir,“ sagði Clóe í samtali við Vísi í dag. Ferlið við að fá ríkisborgararétt er tímafrekt en Cloé segir að þolinmæðin hafi borgað sig. „Við byrjuðum að huga að þessu á síðasta ári. Þetta var svo sannarlega biðarinnar virði,“ sagði Cloé. Hún hefur áður lýst yfir áhuga sínum á að leika fyrir íslenska landsliðið og nú er hún formlega orðin lögleg með því. Frábært að fá tækifæri með landsliðinuCloé í bikarúrslitaleiknum 2017 þar sem ÍBV vann Stjörnuna, 3-2.vísir/ernir„Þetta er auðvitað nýskeð. En það væri frábært að fá tækifæri með landsliðinu. Ég væri mjög stolt og ánægð ef það myndi gerast,“ sagði Clóe. Hún segist ekki hafa heyrt í landsliðsþjálfaranum, Jóni Þór Haukssyni, eða einhverjum frá KSÍ. „Nei, það er svo stutt síðan þetta gerðist,“ sagði Cloé. Þess má geta að fyrrverandi þjálfari kvennaliðs ÍBV, Ian Jeffs, er núverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins. Næstu leikir íslenska landsliðsins eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021 í haust. En er Cloé bjartsýn á að vera valin í landsliðið fyrir þessa mikilvægu leiki? „Ég veit það ekki. Ég geri bara mitt besta fyrir ÍBV og svo kemur það í ljós,“ sagði framherjinn sem hefur skorað sjö mörk í sex leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. ÍBV er í 4. sæti með níu stig. „Gengið hefur verið upp og niður. Við vildum gera betur en tökum bara einn leik fyrir í einu núna,“ sagði Cloé. Hún hefur alls skorað 50 mörk í 73 leikjum í efstu deild hér á landi. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2017 og skoraði í úrslitaleiknum gegn Stjörnunni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær tillögu allsherjar- og menntamálanefndar um að veita Cloé Lacasse íslenskan ríkisborgararétt. Clóe, sem er frá Kanada, hefur leikið með ÍBV undanfarin fimm tímabil og verið í hópi bestu leikmanna Pepsi-deildar kvenna í fótbolta á þeim tíma. „Ég er bara mjög spennt. Ég hef beðið lengi eftir þessu og allir eru glaðir,“ sagði Clóe í samtali við Vísi í dag. Ferlið við að fá ríkisborgararétt er tímafrekt en Cloé segir að þolinmæðin hafi borgað sig. „Við byrjuðum að huga að þessu á síðasta ári. Þetta var svo sannarlega biðarinnar virði,“ sagði Cloé. Hún hefur áður lýst yfir áhuga sínum á að leika fyrir íslenska landsliðið og nú er hún formlega orðin lögleg með því. Frábært að fá tækifæri með landsliðinuCloé í bikarúrslitaleiknum 2017 þar sem ÍBV vann Stjörnuna, 3-2.vísir/ernir„Þetta er auðvitað nýskeð. En það væri frábært að fá tækifæri með landsliðinu. Ég væri mjög stolt og ánægð ef það myndi gerast,“ sagði Clóe. Hún segist ekki hafa heyrt í landsliðsþjálfaranum, Jóni Þór Haukssyni, eða einhverjum frá KSÍ. „Nei, það er svo stutt síðan þetta gerðist,“ sagði Cloé. Þess má geta að fyrrverandi þjálfari kvennaliðs ÍBV, Ian Jeffs, er núverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins. Næstu leikir íslenska landsliðsins eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021 í haust. En er Cloé bjartsýn á að vera valin í landsliðið fyrir þessa mikilvægu leiki? „Ég veit það ekki. Ég geri bara mitt besta fyrir ÍBV og svo kemur það í ljós,“ sagði framherjinn sem hefur skorað sjö mörk í sex leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. ÍBV er í 4. sæti með níu stig. „Gengið hefur verið upp og niður. Við vildum gera betur en tökum bara einn leik fyrir í einu núna,“ sagði Cloé. Hún hefur alls skorað 50 mörk í 73 leikjum í efstu deild hér á landi. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2017 og skoraði í úrslitaleiknum gegn Stjörnunni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti