Putin bannar flug á milli Rússlands og Georgíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2019 18:09 Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur bannað flug á milli Rússlands og Georgíu. getty/Mikhail Svetlov Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á fimmtudag slösuðust hátt í 240 manns á mótmælum í Georgíu. Til mótmælanna kom þegar rússneskur ráðherra heimsótti þjóðþing landsins. Putin skrifaði undir tilskipun á föstudag og felldi þar með niður öll flug rússneskra flugfélaga til Georgíu. Sú tilskipun mun taka gildi 8. júlí. Í tilkynningu á föstudag kom fram að ástæða þessara banna væri til að „tryggja nægilegt öryggi í lofti og að skuldir yrðu greiddar.“ Þessar skuldir eru skuldir georgískra fyrirtækja. Yfirvöld í Kremlin sögðu að bann við flugum til Georgíu væri til að „tryggja þjóðaröryggi Rússlands og til að verja rússneska ríkisborgara frá glæpsamlegri virkni.“ Spenna milli ríkjanna er mikil en 11 ár eru síðan ríkin heiðu stríð vegna svæðis í suður Ossetiu. Fyrr í dag var ráðist á fréttateymi frá ríkisútvarpi Rússlands en tveir menn réðust að þeim í höfuðborg Georgíu, Tbilisi. Enginn virðist hafa slasast alvarlega í árásinni en hún náðist á myndband.Unnið hart að því að koma Rússum heim frá Georgíu Putin hefur fyrirskipað að unnið verði að því að koma rússneskum ríkisborgurum sem eru í Georgíu aftur til Rússlands. Auk þess hafa yfirvöld hvatt rússneskar ferðaskrifstofur til að fresta öllum ferðum til Georgíu. Nokkur þúsund rússneskri ferðamenn eru nú í Georgíu sagði Maia Lomidze, talsmaður rússneskrar ferðaskrifstofu í samtali við fréttamiðla þar í landi. Samkvæmt tölum frá rússneskum yfirvöldum hefur hálf milljón Rússa ferðast til Georgíu það sem af er ári en á síðasta ári ferðuðust þangað 1,7 milljónir rússneskra ferðamanna. „Ferðaþjónusta í Georgíu fer vaxandi og spennan hefur ollið örðugleikum í iðnaðnum,“ sagði Aleksan Mkrtchyan en hann rekur keðju rússneskra ferðaskrifstofa.Táragas, gúmmí kúlur og vatnsdælur notaðar gegn mótmælendum Mótmælendur söfnuðust saman á ný á föstudag fyrir utan georgíska þingið þar sem þeir kölluðu „Nei við Rússlandi“. Mótmælendurnir vilja þó ekki aðeins afneita Moskvu heldur vilja þeir að innanríkisráðherra Georgíu, Giorgi Gakharia, segi af sér vegna viðbragða hans við óeirðunum. Einnig ríkir reiði vegna meðhöndlunar lögreglu á mótmælunum á fimmtudag. Notast var við táragas, gúmmí kúlur og vatnsdælur til að halda aftur af mótmælendum. Á föstudag flykktist enn fleira fólk á mótmælin. Svo virðist sem koma rússneska ráðherrans Sergei Gavrilov hafi leyst um mikla og djúpa reiði sem kraumaði í almenningi vegna núverandi stjórnar og samskipta hennar við nágranna sína í norðri. Georgía Rússland Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á fimmtudag slösuðust hátt í 240 manns á mótmælum í Georgíu. Til mótmælanna kom þegar rússneskur ráðherra heimsótti þjóðþing landsins. Putin skrifaði undir tilskipun á föstudag og felldi þar með niður öll flug rússneskra flugfélaga til Georgíu. Sú tilskipun mun taka gildi 8. júlí. Í tilkynningu á föstudag kom fram að ástæða þessara banna væri til að „tryggja nægilegt öryggi í lofti og að skuldir yrðu greiddar.“ Þessar skuldir eru skuldir georgískra fyrirtækja. Yfirvöld í Kremlin sögðu að bann við flugum til Georgíu væri til að „tryggja þjóðaröryggi Rússlands og til að verja rússneska ríkisborgara frá glæpsamlegri virkni.“ Spenna milli ríkjanna er mikil en 11 ár eru síðan ríkin heiðu stríð vegna svæðis í suður Ossetiu. Fyrr í dag var ráðist á fréttateymi frá ríkisútvarpi Rússlands en tveir menn réðust að þeim í höfuðborg Georgíu, Tbilisi. Enginn virðist hafa slasast alvarlega í árásinni en hún náðist á myndband.Unnið hart að því að koma Rússum heim frá Georgíu Putin hefur fyrirskipað að unnið verði að því að koma rússneskum ríkisborgurum sem eru í Georgíu aftur til Rússlands. Auk þess hafa yfirvöld hvatt rússneskar ferðaskrifstofur til að fresta öllum ferðum til Georgíu. Nokkur þúsund rússneskri ferðamenn eru nú í Georgíu sagði Maia Lomidze, talsmaður rússneskrar ferðaskrifstofu í samtali við fréttamiðla þar í landi. Samkvæmt tölum frá rússneskum yfirvöldum hefur hálf milljón Rússa ferðast til Georgíu það sem af er ári en á síðasta ári ferðuðust þangað 1,7 milljónir rússneskra ferðamanna. „Ferðaþjónusta í Georgíu fer vaxandi og spennan hefur ollið örðugleikum í iðnaðnum,“ sagði Aleksan Mkrtchyan en hann rekur keðju rússneskra ferðaskrifstofa.Táragas, gúmmí kúlur og vatnsdælur notaðar gegn mótmælendum Mótmælendur söfnuðust saman á ný á föstudag fyrir utan georgíska þingið þar sem þeir kölluðu „Nei við Rússlandi“. Mótmælendurnir vilja þó ekki aðeins afneita Moskvu heldur vilja þeir að innanríkisráðherra Georgíu, Giorgi Gakharia, segi af sér vegna viðbragða hans við óeirðunum. Einnig ríkir reiði vegna meðhöndlunar lögreglu á mótmælunum á fimmtudag. Notast var við táragas, gúmmí kúlur og vatnsdælur til að halda aftur af mótmælendum. Á föstudag flykktist enn fleira fólk á mótmælin. Svo virðist sem koma rússneska ráðherrans Sergei Gavrilov hafi leyst um mikla og djúpa reiði sem kraumaði í almenningi vegna núverandi stjórnar og samskipta hennar við nágranna sína í norðri.
Georgía Rússland Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira