Putin bannar flug á milli Rússlands og Georgíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2019 18:09 Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur bannað flug á milli Rússlands og Georgíu. getty/Mikhail Svetlov Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á fimmtudag slösuðust hátt í 240 manns á mótmælum í Georgíu. Til mótmælanna kom þegar rússneskur ráðherra heimsótti þjóðþing landsins. Putin skrifaði undir tilskipun á föstudag og felldi þar með niður öll flug rússneskra flugfélaga til Georgíu. Sú tilskipun mun taka gildi 8. júlí. Í tilkynningu á föstudag kom fram að ástæða þessara banna væri til að „tryggja nægilegt öryggi í lofti og að skuldir yrðu greiddar.“ Þessar skuldir eru skuldir georgískra fyrirtækja. Yfirvöld í Kremlin sögðu að bann við flugum til Georgíu væri til að „tryggja þjóðaröryggi Rússlands og til að verja rússneska ríkisborgara frá glæpsamlegri virkni.“ Spenna milli ríkjanna er mikil en 11 ár eru síðan ríkin heiðu stríð vegna svæðis í suður Ossetiu. Fyrr í dag var ráðist á fréttateymi frá ríkisútvarpi Rússlands en tveir menn réðust að þeim í höfuðborg Georgíu, Tbilisi. Enginn virðist hafa slasast alvarlega í árásinni en hún náðist á myndband.Unnið hart að því að koma Rússum heim frá Georgíu Putin hefur fyrirskipað að unnið verði að því að koma rússneskum ríkisborgurum sem eru í Georgíu aftur til Rússlands. Auk þess hafa yfirvöld hvatt rússneskar ferðaskrifstofur til að fresta öllum ferðum til Georgíu. Nokkur þúsund rússneskri ferðamenn eru nú í Georgíu sagði Maia Lomidze, talsmaður rússneskrar ferðaskrifstofu í samtali við fréttamiðla þar í landi. Samkvæmt tölum frá rússneskum yfirvöldum hefur hálf milljón Rússa ferðast til Georgíu það sem af er ári en á síðasta ári ferðuðust þangað 1,7 milljónir rússneskra ferðamanna. „Ferðaþjónusta í Georgíu fer vaxandi og spennan hefur ollið örðugleikum í iðnaðnum,“ sagði Aleksan Mkrtchyan en hann rekur keðju rússneskra ferðaskrifstofa.Táragas, gúmmí kúlur og vatnsdælur notaðar gegn mótmælendum Mótmælendur söfnuðust saman á ný á föstudag fyrir utan georgíska þingið þar sem þeir kölluðu „Nei við Rússlandi“. Mótmælendurnir vilja þó ekki aðeins afneita Moskvu heldur vilja þeir að innanríkisráðherra Georgíu, Giorgi Gakharia, segi af sér vegna viðbragða hans við óeirðunum. Einnig ríkir reiði vegna meðhöndlunar lögreglu á mótmælunum á fimmtudag. Notast var við táragas, gúmmí kúlur og vatnsdælur til að halda aftur af mótmælendum. Á föstudag flykktist enn fleira fólk á mótmælin. Svo virðist sem koma rússneska ráðherrans Sergei Gavrilov hafi leyst um mikla og djúpa reiði sem kraumaði í almenningi vegna núverandi stjórnar og samskipta hennar við nágranna sína í norðri. Georgía Rússland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á fimmtudag slösuðust hátt í 240 manns á mótmælum í Georgíu. Til mótmælanna kom þegar rússneskur ráðherra heimsótti þjóðþing landsins. Putin skrifaði undir tilskipun á föstudag og felldi þar með niður öll flug rússneskra flugfélaga til Georgíu. Sú tilskipun mun taka gildi 8. júlí. Í tilkynningu á föstudag kom fram að ástæða þessara banna væri til að „tryggja nægilegt öryggi í lofti og að skuldir yrðu greiddar.“ Þessar skuldir eru skuldir georgískra fyrirtækja. Yfirvöld í Kremlin sögðu að bann við flugum til Georgíu væri til að „tryggja þjóðaröryggi Rússlands og til að verja rússneska ríkisborgara frá glæpsamlegri virkni.“ Spenna milli ríkjanna er mikil en 11 ár eru síðan ríkin heiðu stríð vegna svæðis í suður Ossetiu. Fyrr í dag var ráðist á fréttateymi frá ríkisútvarpi Rússlands en tveir menn réðust að þeim í höfuðborg Georgíu, Tbilisi. Enginn virðist hafa slasast alvarlega í árásinni en hún náðist á myndband.Unnið hart að því að koma Rússum heim frá Georgíu Putin hefur fyrirskipað að unnið verði að því að koma rússneskum ríkisborgurum sem eru í Georgíu aftur til Rússlands. Auk þess hafa yfirvöld hvatt rússneskar ferðaskrifstofur til að fresta öllum ferðum til Georgíu. Nokkur þúsund rússneskri ferðamenn eru nú í Georgíu sagði Maia Lomidze, talsmaður rússneskrar ferðaskrifstofu í samtali við fréttamiðla þar í landi. Samkvæmt tölum frá rússneskum yfirvöldum hefur hálf milljón Rússa ferðast til Georgíu það sem af er ári en á síðasta ári ferðuðust þangað 1,7 milljónir rússneskra ferðamanna. „Ferðaþjónusta í Georgíu fer vaxandi og spennan hefur ollið örðugleikum í iðnaðnum,“ sagði Aleksan Mkrtchyan en hann rekur keðju rússneskra ferðaskrifstofa.Táragas, gúmmí kúlur og vatnsdælur notaðar gegn mótmælendum Mótmælendur söfnuðust saman á ný á föstudag fyrir utan georgíska þingið þar sem þeir kölluðu „Nei við Rússlandi“. Mótmælendurnir vilja þó ekki aðeins afneita Moskvu heldur vilja þeir að innanríkisráðherra Georgíu, Giorgi Gakharia, segi af sér vegna viðbragða hans við óeirðunum. Einnig ríkir reiði vegna meðhöndlunar lögreglu á mótmælunum á fimmtudag. Notast var við táragas, gúmmí kúlur og vatnsdælur til að halda aftur af mótmælendum. Á föstudag flykktist enn fleira fólk á mótmælin. Svo virðist sem koma rússneska ráðherrans Sergei Gavrilov hafi leyst um mikla og djúpa reiði sem kraumaði í almenningi vegna núverandi stjórnar og samskipta hennar við nágranna sína í norðri.
Georgía Rússland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira