Erlent

Hvíta húsið neitar að staðfesta "frábær“ bréfaskipti við Kim Jong-Un

Eiður Þór Árnason skrifar
Hér sést leiðtoginn lesa fréfið frá Donald Trump ef marka má yfirvöld í Norður-Kóreu.
Hér sést leiðtoginn lesa fréfið frá Donald Trump ef marka má yfirvöld í Norður-Kóreu. AP
Ríkisfréttastofan KCNA í Norður-Kóreu greinir frá því í dag að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi sent Kim Jong-Un leiðtoga Norður-Kóreu fádæma bréf. Í fréttinni um bréfið er vitnað í leiðtogann sem segir bréfið frábært og að hann muni gaumgæfa innihald þess alvarlega. Fréttastofa AP greinir frá þessu.

Þjóðarleiðtoginn sagðist einnig kunna að meta ótrúlegt hugrekki Trumps. Ríkisfréttastofan greindi ekki nánar frá innihaldi bréfsins.

Fregnirnar koma nokkrum dögum eftir að Xi Jinping forseti Kína fundaði með Kim Jong-Un í opinberri heimsókn hans til Norður-Kóreu. Þar lýsti forseti Kína því yfir að hann vonaðist til að kjarnorkuviðræður stjórnvalda í Washington D.C. og Pyongyang yrðu teknar upp aftur.Upp úr slitnaði í viðræðum ríkjanna um kjarnorkuafvopnun þess síðarnefnda í febrúar fyrr á þessu ári.

Uppfært klukkan 13.00: Hvíta húsið hefur síðar staðfest að Trump hafi sent bréfið sem um ræðir.


Tengdar fréttir

Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum "alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu.

Tíu milljónir án matar í Norður-Kóreu

Bæði Suður-Kórea og Kína senda Norður-Kóreu tugþúsundir tonna af hrísgrjónum. Dugar skammt því að þörfin er talin vera 1,5 milljónir tonna. Fjörutíu prósent landsmanna sögð búa við sáran skort.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×