Fótbolti

Ágúst: Extra sætt að skora á móti KA

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ágúst Eðvald skoraði úr vítaspyrnu í dag.
Ágúst Eðvald skoraði úr vítaspyrnu í dag. Vísir/Daníel Þór

Ágúst Eðvald Hlynsson var maður leiksins þegar Víkingur vann 3-4 sigur á KA í 9.umferð Pepsi-Max deildarinnar á Akureyrarvelli í dag.

„Ég er gríðarlega sáttur að taka þrjú stig í dag. Við erum búnir að vinna tvo leiki í röð núna og það er bara ógeðslega gaman,“ sagði Ágúst í leikslok.

Ágúst kóronaði góðan leik sinn með því að skora mark úr vítaspyrnu og reyndist það vera markið sem skildi liðin að, að lokum.

Ágúst ólst upp hjá erkifjendum KA í Þór og hann sagði í ljósi þess það hafa verið sérstaklega sætt að ná að skora í dag.

„Ég er náttúrulega Þórsari og það er extra sætt að skora á móti KA. Ég ætlaði mér að skora í dag. [Guðmundur] Andri fiskaði vítið og ég hélt að hann ætlaði að taka það en hann gaf mér þetta og það er bara gaman.“

Sigurinn lyftir Víkingum upp í 9. sæti deildarinnar en þetta var annar sigur liðsins í röð.

„Ég er mjög sáttur með spilamennskuna. Það gefur okkur aukakraft að vinna tvo leiki í röð. Þetta lítur bara vel út núna,“ sagði Ágúst.

Þetta hefur verið góð vika fyrir Víkinga því á dögunum var gengið frá því að landsliðsmaðurinn Kári Árnason mun leika með liðinu frá og með 1.júlí næstkomandi.

„Það verður geðveikt að fá Kára inn í vörnina. Við erum ekki með slæma vörn fyrir og það er algjör liðsstyrkur að fá Kára heim. Það verður frábært að fá að spila með honum,“ sagði Ágúst að lokum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.