Íslenski boltinn

Haukar völtuðu yfir Njarðvík

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Úr leik Hauka á síðustu leiktíð
Úr leik Hauka á síðustu leiktíð fréttablaðið/ernir

Haukar unnu stórsigur á Njarðvík suður með sjó í Inkassodeild karla í kvöld.

Fyrsta mark leiksins kom á 16. mínútu þegar Aron Freyr Róbertsson skoraði fyrir gestina úr Hafnarfirði og þeir tvöfölduðu forystuna aðeins níu mínútum seinna.

Á 35. mínútu skoraði Alexander Freyr Sindrason þriðja markið upp úr hornspyrnu og í uppbótartíma slógu Haukar lokahöggið á frábæran fyrri hálfleik með marki frá Ísaki Jónssyni.

Heimamenn náðu að klóra í bakkann á 49. mínútu með marki frá Ara Má Andréssyni og voru hársbreidd frá því að skora sitt annað mark tveimur mínútum seinna þegar Stefán Birgir Jóhannesson skaut aukaspyrnu í þverslána.

Þrátt fyrir kraft í Njarðvíkingum í seinni hálfleik voru þeir komnir ofan í of djúpa holu og náðu ekki að komast upp úr henni. Í staðinn skoraði Daði Snær Ingason fimmta mark Hauka í uppbótartíma, lokatölur 5-1.

Úrslitin þýða að Haukar fara með níu stig upp fyrir Njarðvíkinga og senda þá í staðinn niður í fallsæti. Þeir fara einnig upp fyrir Aftureldingu á markatölu, en Mosfellingar eiga leik til góða.

Upplýsingar um úrslit og gang mála eru fengnar frá Fótbolta.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.