Íslenski boltinn

Alfreð um vítadóminn: „Hlægilegt“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð var ekki par sáttur við vítaspyrnudóminn.
Alfreð var ekki par sáttur við vítaspyrnudóminn. vísir/bára
Alfreð Elías Jóhannesson, þjálfari Selfoss, var langt frá því að vera sáttur með vítaspyrnuna sem hans lið fékk á sig gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Ída Marín Hermannsdóttir fiskaði vítið, skoraði sjálf úr því og jafnaði í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Vítaspyrnudóminn má sjá neðst í fréttinni.„Það er hlægilegt,“ sagði Alfreð og skellti upp úr. Honum var samt ekki hlátur í huga.„Það er ótrúlegt að dómarinn [Þórður Már Gylfason] hafi dæmt þessa vítaspyrnu. Annars átti hann mjög góðan leik en gerði góða skitu þarna og veit upp á sig sökina þegar hann sér þetta,“ sagði Alfreð og bætti við að Selfoss hefði átt að fá víti í leiknum.„Þegar Grace [Rapp] var toguð niður áttum við fá víti. Þetta eru tveir stórir dómar og þá getur maður sagt að dómarinn hafi átt lala leik, ekki góðan leik.“Alfreð hefði viljað fara heim á Selfoss með þrjú stig í farteskinu.„Fyrirfram hefði ég verið sáttur með stig en ekki miðað við hvernig leikurinn spilaðist áttum við að vinna.“Alfreð kvaðst sáttur með spilamennsku Selfyssinga í kvöld.„Það var örugglega skemmtilegt að horfa á þennan leik. Hraðinn var mikill. Við hefðum þurft að vera rólegri á boltanum síðustu 20 mínúturnar. En þetta var mjög vel spilaður leikur hjá okkur fannst mér,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.