Íslenski boltinn

Sjáðu umdeildan vítaspyrnudóm í Árbænum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ída Marín virtist hreinlega hlaupa á Wys og detta eftir að hún var búin að missa boltann frá sér
Ída Marín virtist hreinlega hlaupa á Wys og detta eftir að hún var búin að missa boltann frá sér s2 sport
Fylkir og Selfoss gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld en jöfnunarmark Fylkis kom úr nokkuð umdeildri vítaspyrnu.

Undir lok fyrri hálfleiks á Würth-vellinum í Árbænum slapp Ída Marín Hermannsdóttir í gegn um vörn Selfyssinga en lenti í smá brasi við að taka boltann með sér í teignum og virtist hreinlega detta um Kelsey Wys í marki Selfoss.

Þórður Már Gylfason dæmdi vítaspyrnu, Ída Marín fór á punktinn og skoraði.

Atvikið umdeilda má sjá hér að neðan, en það verður farið vel yfir þetta atvik, sem og önnur úr leikjum umferðarinnar, í Pepsi Max-Mörkum kvenna annað kvöld klukkan 21:15 á Stöð 2 Sport.



Klippa: Vítaspyrnudómur í Árbænum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×