Íslenski boltinn

Sjáðu umdeildan vítaspyrnudóm í Árbænum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ída Marín virtist hreinlega hlaupa á Wys og detta eftir að hún var búin að missa boltann frá sér
Ída Marín virtist hreinlega hlaupa á Wys og detta eftir að hún var búin að missa boltann frá sér s2 sport

Fylkir og Selfoss gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld en jöfnunarmark Fylkis kom úr nokkuð umdeildri vítaspyrnu.

Undir lok fyrri hálfleiks á Würth-vellinum í Árbænum slapp Ída Marín Hermannsdóttir í gegn um vörn Selfyssinga en lenti í smá brasi við að taka boltann með sér í teignum og virtist hreinlega detta um Kelsey Wys í marki Selfoss.

Þórður Már Gylfason dæmdi vítaspyrnu, Ída Marín fór á punktinn og skoraði.

Atvikið umdeilda má sjá hér að neðan, en það verður farið vel yfir þetta atvik, sem og önnur úr leikjum umferðarinnar, í Pepsi Max-Mörkum kvenna annað kvöld klukkan 21:15 á Stöð 2 Sport.


Klippa: Vítaspyrnudómur í ÁrbænumAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.