Innlent

16 milljónir í lögfræðiráðgjöf

Ari Brynjólfsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir/vilhelm
Utanríkisráðuneytið hefur varið rúmum 16 milljónum króna í aðkeypta lögfræðiráðgjöf vegna þriðja orkupakkans. Þar af fóru 8,5 milljónir króna í að fá álit Carls Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem og að koma honum til landsins.

Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögfræðingur, sem unnu ítarlega álitsgerð um málið fyrir ráðuneytið, fengu samanlagt rúmar 4,4 milljónir króna.

Þetta hefur lítil áhrif haft á stuðning almennings við þingsályktunartillöguna. Samkvæmt nýrri könnun MMR hefur þeim sem styðja málið fjölgað um fjögur prósentustig. Stuðningur við orkupakkann mælist nú 34 prósent samanborið við 30 prósent í síðustu könnun, sem gerð var í maí. Fækkar þeim sem eru andvígir úr 50 prósentum niður í 46 prósent. Einn af hverjum fimm tók ekki afstöðu. Stuðningurinn við orkupakkann hefur farið vaxandi meðal kjósenda Vinstri grænna og Framsóknarflokksins, andstæðingar orkupakkans eru þó fleiri en stuðningsmenn innan Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×