Mætir ekki til eldhúsdagsumræðna vegna lengdar þingfundar Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 11:35 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, ætlaði ekki að mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld drægist þingundur mikið á langinn í morgun. Fréttablaðið/Anton Brink Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, tilkynnti forseta Alþingis undir lok maraþonþingundar í morgun að hann ætlaði sér ekki að mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld héldi þingfundur lengi áfram. Forseti sleit fundi skömmu fyrir klukkan ellefu í dag, rúmum sólahring eftir að hann hófst. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í gærmorgun um byrjaði umræðan um þriðja orkupakkann skömmu eftir klukkan ellefu. Sem fyrr héldu þingmenn Miðflokksins upp málþófi sem stóð yfir í alla nótt og langt fram að hádegi í dag. Alls var virkur fundartími um tuttugu og tvær klukkustundir. Skömmu eftir klukkan tíu í morgun voru miðflokksmenn farnir að inna Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, eftir því hversu lengi hann ætlaði að halda þingfundi áfram. Steingrímur lét ekkert uppi um hvenær fundi yrði slitið nákvæmlega, aðeins að áfram yrði fundað eitthvað. Hefðbundnar eldhúsdagsumræður eiga að hefjast á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld. Sagðist Þorsteinn telja það óhæfu að þingmönnum gæfist ekki eðlilegur fyrirvari að búa sig undir umræðurnar. „Ég vil tilkynna forseta að sá sem hér stendur mun ekki mæta til fundar í kvöld klukkan hálf átta haldi fundur lengi hér áfram heldur mun hann einbeita sér að því að undirbúa sig undir fundarhöld föstudags sem hann væntir að muni standa drykklanga stund,“ sagði Þorsteinn þá þegar hann ræddi um fundarstjórn forseta.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/ÞÞ„Það hryggir nú forseta mjög að háttvirtur þingmaður hyggst ekki mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld en forseti viðurkennir rétt háttvirts þingmanns til að ráða því sjálfur sem og sínum næturstað,“ svaraði Steingrímur. Þingmaðurinn hefði sjálfræði um það líkt og þingmenn hefðu sjálfræði um að halda umræðunni áfram. „Það er enginn sem neyðir þá til þess,“ sagði þingforsetinn. Við lok þingfundar klukkan 10:47 sagði Steingrímur að umræðurnar um þriðja orkupakkann hefðu nú staðið yfir í 130 klukkustundir. Þar af hefðu miðflokksmenn talað í rúmar 110 klukkustundir. Andsvör í umræðunni væru komin hátt á þriðja þúsund. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Eldhúsdagur á Alþingi í dag Almennar stjórnmálaumræður, sem í daglegu tali kallast eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld. 29. maí 2019 06:15 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, tilkynnti forseta Alþingis undir lok maraþonþingundar í morgun að hann ætlaði sér ekki að mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld héldi þingfundur lengi áfram. Forseti sleit fundi skömmu fyrir klukkan ellefu í dag, rúmum sólahring eftir að hann hófst. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í gærmorgun um byrjaði umræðan um þriðja orkupakkann skömmu eftir klukkan ellefu. Sem fyrr héldu þingmenn Miðflokksins upp málþófi sem stóð yfir í alla nótt og langt fram að hádegi í dag. Alls var virkur fundartími um tuttugu og tvær klukkustundir. Skömmu eftir klukkan tíu í morgun voru miðflokksmenn farnir að inna Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, eftir því hversu lengi hann ætlaði að halda þingfundi áfram. Steingrímur lét ekkert uppi um hvenær fundi yrði slitið nákvæmlega, aðeins að áfram yrði fundað eitthvað. Hefðbundnar eldhúsdagsumræður eiga að hefjast á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld. Sagðist Þorsteinn telja það óhæfu að þingmönnum gæfist ekki eðlilegur fyrirvari að búa sig undir umræðurnar. „Ég vil tilkynna forseta að sá sem hér stendur mun ekki mæta til fundar í kvöld klukkan hálf átta haldi fundur lengi hér áfram heldur mun hann einbeita sér að því að undirbúa sig undir fundarhöld föstudags sem hann væntir að muni standa drykklanga stund,“ sagði Þorsteinn þá þegar hann ræddi um fundarstjórn forseta.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/ÞÞ„Það hryggir nú forseta mjög að háttvirtur þingmaður hyggst ekki mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld en forseti viðurkennir rétt háttvirts þingmanns til að ráða því sjálfur sem og sínum næturstað,“ svaraði Steingrímur. Þingmaðurinn hefði sjálfræði um það líkt og þingmenn hefðu sjálfræði um að halda umræðunni áfram. „Það er enginn sem neyðir þá til þess,“ sagði þingforsetinn. Við lok þingfundar klukkan 10:47 sagði Steingrímur að umræðurnar um þriðja orkupakkann hefðu nú staðið yfir í 130 klukkustundir. Þar af hefðu miðflokksmenn talað í rúmar 110 klukkustundir. Andsvör í umræðunni væru komin hátt á þriðja þúsund.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Eldhúsdagur á Alþingi í dag Almennar stjórnmálaumræður, sem í daglegu tali kallast eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld. 29. maí 2019 06:15 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12
Eldhúsdagur á Alþingi í dag Almennar stjórnmálaumræður, sem í daglegu tali kallast eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld. 29. maí 2019 06:15