Erlent

Vilja að hætt sé við framsal

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Bás Huawei á tæknisýningu sem fram fór í Kína á dögunum.
Bás Huawei á tæknisýningu sem fram fór í Kína á dögunum. Getty/Zhang Peng
Lögmenn Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, biðluðu í gær til Davids Lametti, dómsmálaráðherra Kanada, um að meðferð á framsalsbeiðni Bandaríkjanna á hendur Meng yrði hætt. Þetta sagði í fréttatilkynningu lögmannanna.

Sagði þar að Lametti ætti að „nýta vald sitt til þess að draga málið til baka þar sem enginn grundvöllur væri fyrir framsalsbeiðninni og að það myndi þjóna hagsmunum Kanada að láta málið niður falla“.

Meng var handtekin í Van­couver að beiðni Bandaríkjamanna í desember síðastliðnum. Bandaríkjamenn saka hana um bankasvindl og halda því fram að hún hafi blekkt banka og reynt að leyna meintum viðskiptum Huawei sem áttu að hafa brotið gegn viðskiptaþvingunum.




Tengdar fréttir

Svört staða Huawei en ekki ómöguleg

Kínverski tæknirisinn getur ekki lengur stundað viðskipti við afar mikilvæga samstarfsaðila vegna banns Bandaríkjaforseta. Missir Android-stýrikerfið og mikilvæga örflöguhönnun. Forstjóri Huawei í Svíþjóð kveðst vongóður um að deilan verði leyst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×