Bandaríkjaforseti segir konuna sem sakar hann um nauðgun ekki hans „týpu“ Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 08:02 E. Jean Carroll er 75 ára gömul í dag. Þau Trump voru bæði rétt rúmlega fimmtug þegar hún segir að hann hafi nauðgað sér. AP/Craig Ruttle Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar þekktan pistlahöfund um að ljúga því til að hann hafi nauðgað henni í stórverslun í New York á 10. áratugnum. Hann segir einnig að konan sé ekki hans „týpa“. Í fyrstu fullyrti Trump að hann hefði ekki hugmynd um hver Carroll væri þrátt fyrir að grein hennar fylgdi mynd af þeim saman. Nú segir forsetinn að Carroll sé „algerlega að ljúga“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Ég skal segja þetta með mestu virðingu: númer eitt, þá er hún ekki mín týpa. Númer tvö, þetta gerðist aldrei. Þetta gerðist aldrei, allt í lagi?“ sagði Trump í viðtali. Þegar ummæli forsetans voru borin undir Carroll sagðist hún fegin. „Ég elska að ég er ekki hans týpa,“ sagði hún við CNN. Carroll er sextánda konan sem hefur sakað Bandaríkjaforseta opinberlega um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Trump hefur neitað öllum ásökununum. Í kosningabaráttunni árið 2016 skaut þó gömul upptaka upp kollinum þar sem Trump gortaði sig af því að ráðast kynferðislega á konur með svipuðum hætti og margar kvennanna halda fram að hann hafi gert. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem Trump ber af sér ásökun um kynferðislegt ofbeldi með því að segja ásakandann ekki hans „týpu“. Forsetinn sagði það sama um Jessicu Leeds, konu sem sakaði hann um að hafa þuklað á sér í flugvél á 9. áratugnum. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar þekktan pistlahöfund um að ljúga því til að hann hafi nauðgað henni í stórverslun í New York á 10. áratugnum. Hann segir einnig að konan sé ekki hans „týpa“. Í fyrstu fullyrti Trump að hann hefði ekki hugmynd um hver Carroll væri þrátt fyrir að grein hennar fylgdi mynd af þeim saman. Nú segir forsetinn að Carroll sé „algerlega að ljúga“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Ég skal segja þetta með mestu virðingu: númer eitt, þá er hún ekki mín týpa. Númer tvö, þetta gerðist aldrei. Þetta gerðist aldrei, allt í lagi?“ sagði Trump í viðtali. Þegar ummæli forsetans voru borin undir Carroll sagðist hún fegin. „Ég elska að ég er ekki hans týpa,“ sagði hún við CNN. Carroll er sextánda konan sem hefur sakað Bandaríkjaforseta opinberlega um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Trump hefur neitað öllum ásökununum. Í kosningabaráttunni árið 2016 skaut þó gömul upptaka upp kollinum þar sem Trump gortaði sig af því að ráðast kynferðislega á konur með svipuðum hætti og margar kvennanna halda fram að hann hafi gert. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem Trump ber af sér ásökun um kynferðislegt ofbeldi með því að segja ásakandann ekki hans „týpu“. Forsetinn sagði það sama um Jessicu Leeds, konu sem sakaði hann um að hafa þuklað á sér í flugvél á 9. áratugnum.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21
Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17