Íslenski boltinn

Gísli kominn aftur í grænt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gísli í leik með Breiðabliki síðasta sumar
Gísli í leik með Breiðabliki síðasta sumar vísir/bára
Gísli Eyjólfsson er genginn til liðs við Breiðablik á nýjan leik. Félagið staðfesti þetta í dag.

Gísli yfirgaf Breiðablik eftir síðasta tímabil og gekk til liðs við sænska B-deildarliðið Mjällby á láni.

Hjá Mjällby spilaði hann 12 leiki í sumar en liðið er í öðru sæti B-deildarinnar með 25 stig eftir 14 umferðir.

Gísli á að baki 106 meistaraflokksleiki á Íslandi en hann hefur spilað fyrir Víking Ólafsvík, Hauka og Augnablik ásamt Breiðabliki. Hann var einn besti leikmaður Pepsi Max deildar karla á síðasta ári.

Breiðablik er í öðru sæti í Pepsi Max deild karla, stigi á eftir KR. Liðin mætast á Meistaravöllum 1. júlí næst komandi, daginn þegar félagsskiptaglugginn opnar og Gísli verður löglegur með Blikum á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×