Innlent

Segir hæfilega refsingu mannsins allt að 18 ár

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mikill fjöldi slökkviliðsmanna barðist við eldinn á Kirkjuvegi þann 31. október.
Mikill fjöldi slökkviliðsmanna barðist við eldinn á Kirkjuvegi þann 31. október. Vísir/Egill
Hæfileg refsing mannsins sem ákærður er fyrir að valda dauða tveggja með því að bera eld að einbýlishúsi á Selfossi er að hámarki 18 ár að mati ákæruvaldsins í málinu. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari fór ekki fram á sérstaka refsingu. Hún benti þó á að aldrei áður hafi maður verið sakfelldur fyrir tvö manndráp sem hlotist hafa af sama verknaðinum hérlendis.Þar sem saksóknari fór ekki fram á neina sérstaka refsingu fellur það í skaut dómara í málinu að ákvarða refsingu mannsins.Í málinu er kona einnig ákærð. Henni er gefið að sök að hafa ekki gert hvað hún gat til þess að koma þeim sem létust í brunanum til hjálpar. Hæfileg refsins hennar er sex mánuðir í fangelsi, óskilorðsbundnir, að mati saksóknara.Í samtali við Vísi sagðist Kolbrún, sem eins og áður segir fer með ákæruvald í málinu, ekki hafa farið fram á sérstaka refsingu heldur lagt ákvörðun um hana í hendur dómara þar sem að málsatvik eru afar sérstök. Ásetningur mannsins hafi ekki verið af hæsta stigi, en ásetningur engu að síður. Manninum megi hafa verið ljóst að fólkið hafi dvalist á efri hæð hússins og að íkveikja kynni að valda dauða þeirra.Dómur í málinu verður kveðinn upp 9. júlí næstkomandi.

 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

„Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér“

Myndbandsupptaka úr lögreglubílnum sem Vigfús var settur í strax eftir brunan og var spiluðu í Héraðsdómi Suðurlands í dag sýnir hann í annalegu ástandi þar sem hann segir, "Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér.

Segir Vigfús hafa hótað að kveikja í húsinu

Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoða sem varð fólki að bana í húsi við Kirkjuveg á Selfossi í október í fyrra, segir Vigfús Ólafsson hafa hótað að kveikja í húsinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.