Segir Vigfús hafa hótað að kveikja í húsinu Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. júní 2019 11:24 Mikill fjöldi slökkviliðsmanna barðist við eldinn á Kirkjuvegi þann 31. október. Vísir/Egill Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoða sem varð fólki að bana í húsi við Kirkjuveg á Selfossi í október í fyrra, segir Vigfús Ólafsson hafa hótað að kveikja í húsinu. Vigfús er ákærður fyrir manndráp með því að hafa orðið valdur að dauða fólksins með íkveikju. Vigfús bjó í húsi föður síns en fólkið sem lést var á efri hæð hússins. Elva tjáði sig við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún lýsti miklum geðrænum vandamálum sem hún glímdi við og mikilli neyslu í húsinu við Kirkjuveg. Minntist hún þess að aðdragandi að íkveikju Vigfúsar hefði verið rifrildi milli hennar, Vigfúsar og konunnar sem lést. Elva, sem var töluvert skýrari í frásögn en Vigfús í dómsal í morgun, lýsti því hvernig hún hefði slökkt í eld sem kviknað hefði í pítsukassa í húsinu og notað til þess bjór. Atburðarásin sé þó í mikilli móðu og allt í einu var kominn heilmikill eldur. Stofan hafi verið full af reyk og gangurinn sömuleiðis. Fólkið sem lést hafi verið á efri hæð og þangað hafi Vigfús reynt að fara en ekki þolað reykinn. Hann hefði verið vel meðvitaður um að fólkið væri á efri hæðinni.Minnið í móðu Hún hefði sjálf reynt að fara upp á efri hæðina en Guðmundur hefði rekið hana niður, sagt að hann væri að leggja sig. Hún hefði ekki hringt í Neyðarlínuna. Hún sagði minnið í mikilli móðu varðandi þennan dag enda hefði neysla hennar í gegnum árin verið mjög mikil. Elva sagði að þau hefðu aðeins drukkið bjór þennan dag. Hún hefði ásamt hinni látnu reynt að verða sér úti um önnur fíkniefni en það ekki gengið upp. Þá viðurkenndi Elva að hafa áður reynt að kveikja í húsinu. Lýsti hún að um skrípaleik hefði verið að ræða en þá hefðu þau kveikt í sófaborðinu. Í það skiptið hefðu aðeins þau Vigfús verið í íbúðinni. Vigfús sagði fyrir dómi í morgun að í umrætt skipti hefði hann sjálfur hringt í Neyðarlínuna.Framundan eru skýrslutökur yfir lögreglumönnum og vitnum. Reiknað er með því að aðalmeðferð standi út daginn og verði mögulega framhaldið síðar í júní. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Bað guð um að fyrirgefa sér í lögreglubílnum Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. 6. júní 2019 10:54 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoða sem varð fólki að bana í húsi við Kirkjuveg á Selfossi í október í fyrra, segir Vigfús Ólafsson hafa hótað að kveikja í húsinu. Vigfús er ákærður fyrir manndráp með því að hafa orðið valdur að dauða fólksins með íkveikju. Vigfús bjó í húsi föður síns en fólkið sem lést var á efri hæð hússins. Elva tjáði sig við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún lýsti miklum geðrænum vandamálum sem hún glímdi við og mikilli neyslu í húsinu við Kirkjuveg. Minntist hún þess að aðdragandi að íkveikju Vigfúsar hefði verið rifrildi milli hennar, Vigfúsar og konunnar sem lést. Elva, sem var töluvert skýrari í frásögn en Vigfús í dómsal í morgun, lýsti því hvernig hún hefði slökkt í eld sem kviknað hefði í pítsukassa í húsinu og notað til þess bjór. Atburðarásin sé þó í mikilli móðu og allt í einu var kominn heilmikill eldur. Stofan hafi verið full af reyk og gangurinn sömuleiðis. Fólkið sem lést hafi verið á efri hæð og þangað hafi Vigfús reynt að fara en ekki þolað reykinn. Hann hefði verið vel meðvitaður um að fólkið væri á efri hæðinni.Minnið í móðu Hún hefði sjálf reynt að fara upp á efri hæðina en Guðmundur hefði rekið hana niður, sagt að hann væri að leggja sig. Hún hefði ekki hringt í Neyðarlínuna. Hún sagði minnið í mikilli móðu varðandi þennan dag enda hefði neysla hennar í gegnum árin verið mjög mikil. Elva sagði að þau hefðu aðeins drukkið bjór þennan dag. Hún hefði ásamt hinni látnu reynt að verða sér úti um önnur fíkniefni en það ekki gengið upp. Þá viðurkenndi Elva að hafa áður reynt að kveikja í húsinu. Lýsti hún að um skrípaleik hefði verið að ræða en þá hefðu þau kveikt í sófaborðinu. Í það skiptið hefðu aðeins þau Vigfús verið í íbúðinni. Vigfús sagði fyrir dómi í morgun að í umrætt skipti hefði hann sjálfur hringt í Neyðarlínuna.Framundan eru skýrslutökur yfir lögreglumönnum og vitnum. Reiknað er með því að aðalmeðferð standi út daginn og verði mögulega framhaldið síðar í júní.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Bað guð um að fyrirgefa sér í lögreglubílnum Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. 6. júní 2019 10:54 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Bað guð um að fyrirgefa sér í lögreglubílnum Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. 6. júní 2019 10:54