Innlent

„Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér“

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
„Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér“, sagði Vigfús Ólafsson í lögregubíl, sem grunaður er um að hafa kveikt í húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi 31. október í haust þar sem karl og kona á efri hæð hússins létust. Vigfús er ákærður fyrir manndráp með því að hafa orðið valdur að dauða parsins með íkveikju.

Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag.

Það voru fjölgarmargir staddir í Héraðsdómi Suðurlands til að fylgjast með málinu. Meðferð málsins átti að hefjast klukkan níu í morgun en gat ekki hafist fyrr en fjörutíu mínútum síðar því annar sakborningurinn og verjandi hans, sem svaf yfir sig, mættu ekki á réttum tíma.

Fjölmörg vitni komi fyrir dóminn en Vigfús Ólafsson er ákærður fyrir manndráp eða manndráp af gáleysi til vara og Elfa Marteinsdóttir eru ákærð fyrir almannahættubrot. Konan og karlinn sem létust í brunanum létust vegna reykeitrunar.

Elfa segir að það sé engin vafi að Vigfús kveikti í húsinu.

„Já, hann kveikti í, hann gerði það, því miður“.

Myndbandsupptaka úr lögreglubílnum sem Vigfús var settur í strax eftir brunan og var spiluðu í dómnum í dag sýnir hann í annalegu ástandi þar sem hann segir, „Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér“.

Dómþing mun halda áfram í Héraðsdómi Suðurlands miðvikudaginn 26. júní næstkomandi klukkan 13:15.


Tengdar fréttir

Bað guð um að fyrirgefa sér í lögreglubílnum

Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í.

Segir Vigfús hafa hótað að kveikja í húsinu

Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoða sem varð pari að bana í húsi við Kirkjuveg á Selfossi í október í fyrra, segir Vigfús Ólafsson hafa hótað að kveikja í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×