Íslenski boltinn

Frá Grindavík til Heimis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rene í leik geng Víkingum á síðustu leiktíð.
Rene í leik geng Víkingum á síðustu leiktíð. vísir/bára

Rene Joensen mun ekki leika meira með Grindavík í Pepsi Max-deild karla en hann er búinn að semja við HB í Færeyjum.

Rene, sem er frá Færeyjum, hefur um nokkurt skeið verið orðaður við HB í heimalandinu en það var svo staðfest á heimasíðu HB í dag.



Þjálfari HB er Heimir Guðjónsson, fyrrum margfaldur Íslandsmeistari með FH, en hann varð einmitt færeyskur meistari með HB á sínu fyrsta ári í fyrra.

Liðið leikur nú í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur leik þar um miðjan næsta mánuð en liðið er í fimmta sæti færeysku úrvalsdeildarinnar.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.