Fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll Sighvatur Jónsson og Sylvía Hall skrifa 26. júní 2019 21:49 Fyrirtæki hafa fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll sem verður skipulagt frekar á næstunni. Hugmyndin er að nálægð við flugvöllinn skapi verðmæti og laði að alþjóðleg fyrirtæki. Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. Sighvatur Jónsson var á Ásbrú þar sem merkum áfanga var fagnað í dag. Viljayfirlýsing var undirrituð í dag af fjármálaráðherra, fulltrúum Isavia og sveitarfélaganna tveggja á svæðinu, Reykjanesbæjar og hins nýja Suðurnesjabæjar, sem er sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis. Skrifað var undir á skrifstofu Kadeco á Ásbrú, sem er þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Félagið hefur leitt þróun á gamla varnarliðssvæðinu þau þrettán ár sem liðin eru frá því að bandaríski herinn fór. Á Ásbrú búa á fjórða þúsund manns og fyrirtæki hér eru á þriðja hundrað. Til þess að átta okkur á stærðinni þá er Ásbrúarsvæðið þar sem við erum nú um einn sextugasti af þessum 60 ferkílómetrum. „Þetta er yfirlýsing um það að aðilarnir séu sammála um að það þjóni hagsmunum allra best að vinna saman að því að þróa þetta dýrmæta land og þetta svæði, hanna skipulag fyrir svæðið sem tengist hér flugvellinum. Staðreyndin er sú að það geta komið upp allskonar hagsmunaárekstrar ef að menn eru að vinna þetta hver í sínu horni en hér hafa menn komist að niðurstöðu að það sé langbest að hanna og þróa svæðið sameiginlega,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæ, fagnar þessum áfanga. „Sveitarfélögin hafa verið að vinna sameiginlega að þessu máli í nokkur ár ásamt Kadeco, Isavia og fjármálaráðuneytinu þannig að það er virkilega ánægjulegt að þessum áfanga sé náð hérna í dag.“ Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarformaður Kadeco, segir vinnu undanfarinna ára vera eftir hugmyndafræði John D. Kasarda sem ber heitið Aerotropolis. Þar eru borgir hannaðar í kringum flugvöll líkt og verður á svæðinu. „Það er flugborg, viðskiptagarður og innan þessarar flugborgar er til að mynda íbúðahverfi og það er til staðar hér á Ásbrú. Við höfum verið að þróa það með þessa hugmyndafræði að leiðarljósi en nú er komið að því að þróa viðskiptagarðinn allt í kringum Keflavíkurflugvöll,“ segir Ísak Ernir. Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Fyrirtæki hafa fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll sem verður skipulagt frekar á næstunni. Hugmyndin er að nálægð við flugvöllinn skapi verðmæti og laði að alþjóðleg fyrirtæki. Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. Sighvatur Jónsson var á Ásbrú þar sem merkum áfanga var fagnað í dag. Viljayfirlýsing var undirrituð í dag af fjármálaráðherra, fulltrúum Isavia og sveitarfélaganna tveggja á svæðinu, Reykjanesbæjar og hins nýja Suðurnesjabæjar, sem er sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis. Skrifað var undir á skrifstofu Kadeco á Ásbrú, sem er þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Félagið hefur leitt þróun á gamla varnarliðssvæðinu þau þrettán ár sem liðin eru frá því að bandaríski herinn fór. Á Ásbrú búa á fjórða þúsund manns og fyrirtæki hér eru á þriðja hundrað. Til þess að átta okkur á stærðinni þá er Ásbrúarsvæðið þar sem við erum nú um einn sextugasti af þessum 60 ferkílómetrum. „Þetta er yfirlýsing um það að aðilarnir séu sammála um að það þjóni hagsmunum allra best að vinna saman að því að þróa þetta dýrmæta land og þetta svæði, hanna skipulag fyrir svæðið sem tengist hér flugvellinum. Staðreyndin er sú að það geta komið upp allskonar hagsmunaárekstrar ef að menn eru að vinna þetta hver í sínu horni en hér hafa menn komist að niðurstöðu að það sé langbest að hanna og þróa svæðið sameiginlega,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæ, fagnar þessum áfanga. „Sveitarfélögin hafa verið að vinna sameiginlega að þessu máli í nokkur ár ásamt Kadeco, Isavia og fjármálaráðuneytinu þannig að það er virkilega ánægjulegt að þessum áfanga sé náð hérna í dag.“ Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarformaður Kadeco, segir vinnu undanfarinna ára vera eftir hugmyndafræði John D. Kasarda sem ber heitið Aerotropolis. Þar eru borgir hannaðar í kringum flugvöll líkt og verður á svæðinu. „Það er flugborg, viðskiptagarður og innan þessarar flugborgar er til að mynda íbúðahverfi og það er til staðar hér á Ásbrú. Við höfum verið að þróa það með þessa hugmyndafræði að leiðarljósi en nú er komið að því að þróa viðskiptagarðinn allt í kringum Keflavíkurflugvöll,“ segir Ísak Ernir.
Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira