Grænt ljós gefið á framkvæmdir Fram í Úlfarsárdal Andri Eysteinsson skrifar 27. júní 2019 21:52 Teikningar að framtíðarheimili Fram í Úlfarsárdal Mynd/Reykjavíkurborg Borgarráð hefur gefið umhverfis- og skipulagssviði grænt ljós á að hefja útboð framkvæmda við íþróttamannvirki í Úlfarsárdal. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok sumars og að þeim ljúkí maí ársins 2022. Íþróttafélagið Fram hefur aðsetur í Úlfarsárdal og stendur þar nú gervigrasvöllur í eigu félagsins, framkvæmdirnar eru samkvæmt samningi Reykjavíkur sem gerður var við Fram í júlí 2017. Íþróttamiðstöðin mun samanstanda af fjölnota íþróttahúsi, áhorfendastúku fyrir aðalleikvang í knattspyrnu, minni íþróttasölum, félags- og þjónustuaðstöðu fyrir starfsfólk, þjálfara og félagsmenn, búningsrýmum ásamt samkomusal og fundaraðstöðu, eftir því sem segir á vef Reykjavíkurborgar. Kristinn Steinn Traustason, stjórnarmaður í Fram, segir gott að loksins sé hægt að halda áfram með framkvæmdir í Úlfarsárdal. „Fyrstu hugmyndir um að færa starfsemina upp eftir komu fram árið 2005 og 2008 er skrifað undir fyrsta samning við Reykjavíkurborg, á hundrað ára afmæli Fram. Síðan þá hefur þetta tekið nokkra kollhnísa en nú loksins er farið að sjá fyrir endann á þessu öllu saman, segir Kristinn.Auðveldar rekstur og þjappar félagsmönnum saman Starfsemi Fram hefur til þessa verið þvískipt en hluti starfsins hefur farið fram í Úlfarsárdal og hluti í Safamýri. Kristinn segir það munu hafa mikil áhrif á starfsemi félagsins að hafa allt á sama stað. „Það auðveldar allan rekstur hjá félaginu og ætti að þjappa saman fólkinu að baki félaginu,“ segir Kristinn og bætir því við að starfsemi Fram í Safamýri muni hætta en aðrir muni taka við. Kristinn segir að fyrirhuguð sé bygging sem svipi til íþróttahúss Vals, tveir handboltavellir, með stúku sitthvoru megin og einn keppnisvöllur fyrir miðju. Þá verður bætt við öðrum gervigrasvelli til knattspyrnuiðkunar og mun þar vera byggð stúka, áföst húsinu. Gervigrasvöllurinn sem nú stendur verður nýttur til æfinga. Íþróttamiðstöðin er austasti hluti bygginga við Úlfarsbraut 122-126 í Úlfarsárdal. Í vestari hluta bygginganna eru leik- og grunnskóli ásamt frístundamiðstöð, menningarmiðstöð og sundlaug sem nú eru ýmist fullbyggð eða í uppbyggingu. Nýlega samþykkti borgarráð að bæta við vatnsrennibraut við nýja útisundlaug sem nú er verið að byggja til að gera laugina fjölskylduvænni. „Þetta er jákvætt og það er ljómandi fínt að vera Framari í dag, framtíðin er björt,“ segir Kristinn Steinn Traustason, stjórnarmaður í Fram.Loftmynd af svæðinu í núverandi myndMynd/Reykjavíkurborg Reykjavík Skipulag Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Borgarráð hefur gefið umhverfis- og skipulagssviði grænt ljós á að hefja útboð framkvæmda við íþróttamannvirki í Úlfarsárdal. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok sumars og að þeim ljúkí maí ársins 2022. Íþróttafélagið Fram hefur aðsetur í Úlfarsárdal og stendur þar nú gervigrasvöllur í eigu félagsins, framkvæmdirnar eru samkvæmt samningi Reykjavíkur sem gerður var við Fram í júlí 2017. Íþróttamiðstöðin mun samanstanda af fjölnota íþróttahúsi, áhorfendastúku fyrir aðalleikvang í knattspyrnu, minni íþróttasölum, félags- og þjónustuaðstöðu fyrir starfsfólk, þjálfara og félagsmenn, búningsrýmum ásamt samkomusal og fundaraðstöðu, eftir því sem segir á vef Reykjavíkurborgar. Kristinn Steinn Traustason, stjórnarmaður í Fram, segir gott að loksins sé hægt að halda áfram með framkvæmdir í Úlfarsárdal. „Fyrstu hugmyndir um að færa starfsemina upp eftir komu fram árið 2005 og 2008 er skrifað undir fyrsta samning við Reykjavíkurborg, á hundrað ára afmæli Fram. Síðan þá hefur þetta tekið nokkra kollhnísa en nú loksins er farið að sjá fyrir endann á þessu öllu saman, segir Kristinn.Auðveldar rekstur og þjappar félagsmönnum saman Starfsemi Fram hefur til þessa verið þvískipt en hluti starfsins hefur farið fram í Úlfarsárdal og hluti í Safamýri. Kristinn segir það munu hafa mikil áhrif á starfsemi félagsins að hafa allt á sama stað. „Það auðveldar allan rekstur hjá félaginu og ætti að þjappa saman fólkinu að baki félaginu,“ segir Kristinn og bætir því við að starfsemi Fram í Safamýri muni hætta en aðrir muni taka við. Kristinn segir að fyrirhuguð sé bygging sem svipi til íþróttahúss Vals, tveir handboltavellir, með stúku sitthvoru megin og einn keppnisvöllur fyrir miðju. Þá verður bætt við öðrum gervigrasvelli til knattspyrnuiðkunar og mun þar vera byggð stúka, áföst húsinu. Gervigrasvöllurinn sem nú stendur verður nýttur til æfinga. Íþróttamiðstöðin er austasti hluti bygginga við Úlfarsbraut 122-126 í Úlfarsárdal. Í vestari hluta bygginganna eru leik- og grunnskóli ásamt frístundamiðstöð, menningarmiðstöð og sundlaug sem nú eru ýmist fullbyggð eða í uppbyggingu. Nýlega samþykkti borgarráð að bæta við vatnsrennibraut við nýja útisundlaug sem nú er verið að byggja til að gera laugina fjölskylduvænni. „Þetta er jákvætt og það er ljómandi fínt að vera Framari í dag, framtíðin er björt,“ segir Kristinn Steinn Traustason, stjórnarmaður í Fram.Loftmynd af svæðinu í núverandi myndMynd/Reykjavíkurborg
Reykjavík Skipulag Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira