Hafa ekki tekið „lokaákvörðun“ um mögulega refsingu Hatara Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2019 12:17 Undir lok Eurovision-útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda. mynd/Skjáskot af vef RÚV Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. Fánar Hatara vöktu mikla athygli og jafnvel hörð viðbrögð í einhverjum tilfellum strax í kjölfar keppninnar. Þannig var til að mynda efnt til undirskriftarsöfnunar þar sem nær fimmtíu þúsund manns hafa nú skrifað undir kröfu þess efnis að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir gjörning Hatara.Hvers kyns pólitísk orðræða og framganga er bönnuð í Eurovision og brutu Hatarar þannig reglur um slíkt með Palestínufánum sínum. Bæði Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og Gísli Marteinn Baldursson Eurovision-kynnir og sjónvarpsmaður hafa þó sagst efast um að tekið verði hart á uppátæki Hatara. EBU sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins strax eftir Eurovision í maí en þar kom fram að fánarnir brjóti beint í bága við reglur keppninnar. Þá myndu afleiðingar uppátækisins vera ræddar á fundi framkvæmdastjórnar Eurovision eftir keppnina.Sjá einnig: EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna HataraÍ svari við fyrirspurn fréttastofu vegna málsins þann 7. júní kom svo fram að framkvæmdastjórnin myndi ræða brot Hatara á fundi „eftir nokkrar vikur“. Á þeim fundi verði ákveðið hvort beita þurfi refsingu. Þá kvað við sama tón í svari EBU við fyrirspurn Vísis sem send var í gær. Í svarinu segir að „lokaákvörðun“ hafi ekki enn verið tekin í málinu en ekki liggur fyrir hvort búið sé að taka málið fyrir á fundi stjórnarinnar. EBU muni jafnframt ekki tjá sig frekar fyrr en sú ákvörðun hafi verið tekin. Eurovision Tengdar fréttir „Það felst engin árás í því að halda fána á lofti“ Bashar Murad er palestínskur tónlistarmaður búsettur í Austur-Jerúsalem. Hann er ötull baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks og reynir með list sinni storka staðalímyndum. 29. maí 2019 17:17 Ólga í Ísrael eftir brottrekstur Hatara hatara Krefjast þess að flugfreyjan sem stærði sig af því að Hatarar hefðu fengið lakari sæti verði ráðin aftur. 7. júní 2019 09:16 Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30 Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. Fánar Hatara vöktu mikla athygli og jafnvel hörð viðbrögð í einhverjum tilfellum strax í kjölfar keppninnar. Þannig var til að mynda efnt til undirskriftarsöfnunar þar sem nær fimmtíu þúsund manns hafa nú skrifað undir kröfu þess efnis að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir gjörning Hatara.Hvers kyns pólitísk orðræða og framganga er bönnuð í Eurovision og brutu Hatarar þannig reglur um slíkt með Palestínufánum sínum. Bæði Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og Gísli Marteinn Baldursson Eurovision-kynnir og sjónvarpsmaður hafa þó sagst efast um að tekið verði hart á uppátæki Hatara. EBU sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins strax eftir Eurovision í maí en þar kom fram að fánarnir brjóti beint í bága við reglur keppninnar. Þá myndu afleiðingar uppátækisins vera ræddar á fundi framkvæmdastjórnar Eurovision eftir keppnina.Sjá einnig: EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna HataraÍ svari við fyrirspurn fréttastofu vegna málsins þann 7. júní kom svo fram að framkvæmdastjórnin myndi ræða brot Hatara á fundi „eftir nokkrar vikur“. Á þeim fundi verði ákveðið hvort beita þurfi refsingu. Þá kvað við sama tón í svari EBU við fyrirspurn Vísis sem send var í gær. Í svarinu segir að „lokaákvörðun“ hafi ekki enn verið tekin í málinu en ekki liggur fyrir hvort búið sé að taka málið fyrir á fundi stjórnarinnar. EBU muni jafnframt ekki tjá sig frekar fyrr en sú ákvörðun hafi verið tekin.
Eurovision Tengdar fréttir „Það felst engin árás í því að halda fána á lofti“ Bashar Murad er palestínskur tónlistarmaður búsettur í Austur-Jerúsalem. Hann er ötull baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks og reynir með list sinni storka staðalímyndum. 29. maí 2019 17:17 Ólga í Ísrael eftir brottrekstur Hatara hatara Krefjast þess að flugfreyjan sem stærði sig af því að Hatarar hefðu fengið lakari sæti verði ráðin aftur. 7. júní 2019 09:16 Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30 Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
„Það felst engin árás í því að halda fána á lofti“ Bashar Murad er palestínskur tónlistarmaður búsettur í Austur-Jerúsalem. Hann er ötull baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks og reynir með list sinni storka staðalímyndum. 29. maí 2019 17:17
Ólga í Ísrael eftir brottrekstur Hatara hatara Krefjast þess að flugfreyjan sem stærði sig af því að Hatarar hefðu fengið lakari sæti verði ráðin aftur. 7. júní 2019 09:16
Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30
Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00
Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36