Gísli Marteinn efast um að tekið verði hart á uppátæki Hatara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2019 19:32 Sleggjan var komin aftur á sinn stað á seinni sviðsæfingunni í gær. Thomas Hanses Sjónvarpsmaðurinn og Eurovision-kynnirinn Gísli Marteinn Baldursson segir að hann verði hissa ef EBU taki harkalega á gjörningi Hatara í Eurovision þegar meðlimir hljómsveitarinnar strengdu á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Gísla Marteins þar sem hann gerir upp keppnina í ár. Hann segir árangur Hatara vera stórglæsilegan. „Við endum í 10. sæti af 41 þjóð, unnum símakosninguna í okkar riðli og urðum í 6. sæti í símakosningunni í úrslitunum. Hinn góði árangur felst þó ekki síst í framgöngu Hatara, bæði á sviðinu og utan þess,“ skrifar Gísli Marteinn og vísar þar í að fjallað hafi verið um Hatara og skilaboð þeirra í mörgum af stærstu fjölmiðlum heims. Þannig hafi fánagjörningurinn í raun verið ópólítískari yfirlýsing en atriðið sjálft. „Palestína er fullvalda ríki sem við Íslendingar viðurkennum sem slíkt. Við Rúv-arar vitum auðvitað vel að þau máttu ekki sýna fánaliti þeirra á þessum tímapunkti og hefðum ekki samþykkt það ef við hefðum verið spurð,“ segir Gísli Marteinn. Komið hefur fram að gjörningur Hatara verði ræddur á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar, eftir tvær vikur. Gísli Marteinn telur sem fyrr segir að ólíklegt sé að framkvæmdastjórnin muni bregðast hart við. „En ég væri mjög hissa ef EBU tæki harkalega á þessu í ljósi fjölmargra annara dæma um þjóðfána annarra ríkja í keppninni og sömuleiðis yfirlýsingar Madonnu á sviðinu skömmu áður. (Ef Eivör hefði tekið þátt í keppninni fyrir okkar hönd 2003 (þegar hún var í forkeppninni) og sveiflað færeyska fánanum í græna herberginu, væru einhverjir á Íslandi þá að ræða brot á reglum keppninnar?),“ skrifar Gísli Marteinn. Eurovision Tengdar fréttir EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna Hatara Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) ákveður ekki fyrr en eftir tvær vikur mögulega refsingu vegna framkomu Hatara í úrslitum Eurovision keppninnar á laugardag. Á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar verður fjallað um að liðsmenn Hatara veifuðu borðum í fánalitum Palestínu í sjónvarpsútsendingu keppninnar. 20. maí 2019 12:30 Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36 Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45 Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36 Hatara hótað öllu illu á samfélagsmiðlum Morðhótanir og svívirðingar í tugatali við færslur Hatara-meðlima á samfélagsmiðlum. 20. maí 2019 11:30 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn og Eurovision-kynnirinn Gísli Marteinn Baldursson segir að hann verði hissa ef EBU taki harkalega á gjörningi Hatara í Eurovision þegar meðlimir hljómsveitarinnar strengdu á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Gísla Marteins þar sem hann gerir upp keppnina í ár. Hann segir árangur Hatara vera stórglæsilegan. „Við endum í 10. sæti af 41 þjóð, unnum símakosninguna í okkar riðli og urðum í 6. sæti í símakosningunni í úrslitunum. Hinn góði árangur felst þó ekki síst í framgöngu Hatara, bæði á sviðinu og utan þess,“ skrifar Gísli Marteinn og vísar þar í að fjallað hafi verið um Hatara og skilaboð þeirra í mörgum af stærstu fjölmiðlum heims. Þannig hafi fánagjörningurinn í raun verið ópólítískari yfirlýsing en atriðið sjálft. „Palestína er fullvalda ríki sem við Íslendingar viðurkennum sem slíkt. Við Rúv-arar vitum auðvitað vel að þau máttu ekki sýna fánaliti þeirra á þessum tímapunkti og hefðum ekki samþykkt það ef við hefðum verið spurð,“ segir Gísli Marteinn. Komið hefur fram að gjörningur Hatara verði ræddur á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar, eftir tvær vikur. Gísli Marteinn telur sem fyrr segir að ólíklegt sé að framkvæmdastjórnin muni bregðast hart við. „En ég væri mjög hissa ef EBU tæki harkalega á þessu í ljósi fjölmargra annara dæma um þjóðfána annarra ríkja í keppninni og sömuleiðis yfirlýsingar Madonnu á sviðinu skömmu áður. (Ef Eivör hefði tekið þátt í keppninni fyrir okkar hönd 2003 (þegar hún var í forkeppninni) og sveiflað færeyska fánanum í græna herberginu, væru einhverjir á Íslandi þá að ræða brot á reglum keppninnar?),“ skrifar Gísli Marteinn.
Eurovision Tengdar fréttir EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna Hatara Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) ákveður ekki fyrr en eftir tvær vikur mögulega refsingu vegna framkomu Hatara í úrslitum Eurovision keppninnar á laugardag. Á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar verður fjallað um að liðsmenn Hatara veifuðu borðum í fánalitum Palestínu í sjónvarpsútsendingu keppninnar. 20. maí 2019 12:30 Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36 Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45 Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36 Hatara hótað öllu illu á samfélagsmiðlum Morðhótanir og svívirðingar í tugatali við færslur Hatara-meðlima á samfélagsmiðlum. 20. maí 2019 11:30 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna Hatara Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) ákveður ekki fyrr en eftir tvær vikur mögulega refsingu vegna framkomu Hatara í úrslitum Eurovision keppninnar á laugardag. Á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar verður fjallað um að liðsmenn Hatara veifuðu borðum í fánalitum Palestínu í sjónvarpsútsendingu keppninnar. 20. maí 2019 12:30
Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36
Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45
Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36
Hatara hótað öllu illu á samfélagsmiðlum Morðhótanir og svívirðingar í tugatali við færslur Hatara-meðlima á samfélagsmiðlum. 20. maí 2019 11:30