Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Birgir Olgeirsson skrifar 20. maí 2019 11:36 Páll Magnússon og Magnús Geir Þórðarson. Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu.Rætt var við Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra RÚV í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hann sagði að þetta uppátæki RÚV hefði ekki verið framkvæmt með vitneskju RÚV en forsvarsmenn Eurovision gerðu athugasemd við það að lokinni keppni. RÚV hefur þó ekki borist formleg athugasemd frá stjórnendum EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva. „Mér finnst það ólíklegt,“ svaraði Magnús Geir þegar hann var spurður hvort Íslandi yrði meinuð þátttaka á næsta ári. Hann sagði reglur keppninnar skýrar, pólitískar yfirlýsingar eru bannaðar og RÚV leggur upp með að fara eftir þeim reglum. Hann sagði hins vegar að flytjendur í keppninni væru listamenn og eitt og annað hafi gerst í gegnum tíðina sem hefur farið gegn reglum EBU, þar á meðal fánum af ýmsum veifað, og sagði Magnús til dæmis að norski hópurinn hefði veifa fána Sama í keppninni í ár.Undir lok útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda.mynd/Skjáskot af vef RÚVHann taldi ólíklegt að Ísland verði beitt einhverjum viðurlögum, mögulega muni berast einhverskonar formleg athugasemd frá EBU. Hann sagðist gríðarlega ánægður með framlag Íslands í ár. Það væri eitt það flottasta, ef ekki það flottasta, sem komið hefur frá Ísland. Um hefði verið að ræða listrænan gjörning sem gekk upp og framganga Hatara hafi verið virkilega flott í fjölmiðlum. Þeir fönguðu athygli og dönsuðu á línunni, sem sé krefjandi verkefni. Þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni ræddu við Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðisflokksins í morgun, sem gegndi stöðu útvarpsstjóra á undan Magnúsi Geir. Páll sagði reglurnar skýrar og RÚV hafi undirgengist ákveðna skilmála ásamt Hatara um að fara eftir reglum EBU. Sagði Páll að stjórn EBU muni væntanlega líta svo á að Hatari hafi brotið reglur keppninnar með þessu uppátæki og að þeir hefðu verið í keppninni á ábyrgð RÚV. Hann sagði að stjórn EBU myndi beita viðurlögum til að sýna fram á að svona lagað verði ekki liðið en síðan verður að koma í ljós í hverju það er fólgið. „Ég held að himinn og jörð myndi ekki farast ef við tökum ekki þátt í eitt skipti,“ sagði Páll. Bent var á að Ítalir hefðu dregið sig úr keppninni í nokkur ár vegna slaks gengis. „Og er ekki full ástæða fyrir okkur að fara í fýlu líka? Þátttaka okkar síðustu árin hefur ekki kallað á mörg húrra hóp,“ sagði Páll léttur. Hann taldi líklegt að EBU myndi framfylgja þessum reglum keppninnar með afgerandi hætti og að Ísland fari í leikbann, en tók fram að hann sé ekki með það á hreinu hvaða viðurlögum EBU getur beitt í þessu máli. Eurovision Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu.Rætt var við Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra RÚV í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hann sagði að þetta uppátæki RÚV hefði ekki verið framkvæmt með vitneskju RÚV en forsvarsmenn Eurovision gerðu athugasemd við það að lokinni keppni. RÚV hefur þó ekki borist formleg athugasemd frá stjórnendum EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva. „Mér finnst það ólíklegt,“ svaraði Magnús Geir þegar hann var spurður hvort Íslandi yrði meinuð þátttaka á næsta ári. Hann sagði reglur keppninnar skýrar, pólitískar yfirlýsingar eru bannaðar og RÚV leggur upp með að fara eftir þeim reglum. Hann sagði hins vegar að flytjendur í keppninni væru listamenn og eitt og annað hafi gerst í gegnum tíðina sem hefur farið gegn reglum EBU, þar á meðal fánum af ýmsum veifað, og sagði Magnús til dæmis að norski hópurinn hefði veifa fána Sama í keppninni í ár.Undir lok útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda.mynd/Skjáskot af vef RÚVHann taldi ólíklegt að Ísland verði beitt einhverjum viðurlögum, mögulega muni berast einhverskonar formleg athugasemd frá EBU. Hann sagðist gríðarlega ánægður með framlag Íslands í ár. Það væri eitt það flottasta, ef ekki það flottasta, sem komið hefur frá Ísland. Um hefði verið að ræða listrænan gjörning sem gekk upp og framganga Hatara hafi verið virkilega flott í fjölmiðlum. Þeir fönguðu athygli og dönsuðu á línunni, sem sé krefjandi verkefni. Þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni ræddu við Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðisflokksins í morgun, sem gegndi stöðu útvarpsstjóra á undan Magnúsi Geir. Páll sagði reglurnar skýrar og RÚV hafi undirgengist ákveðna skilmála ásamt Hatara um að fara eftir reglum EBU. Sagði Páll að stjórn EBU muni væntanlega líta svo á að Hatari hafi brotið reglur keppninnar með þessu uppátæki og að þeir hefðu verið í keppninni á ábyrgð RÚV. Hann sagði að stjórn EBU myndi beita viðurlögum til að sýna fram á að svona lagað verði ekki liðið en síðan verður að koma í ljós í hverju það er fólgið. „Ég held að himinn og jörð myndi ekki farast ef við tökum ekki þátt í eitt skipti,“ sagði Páll. Bent var á að Ítalir hefðu dregið sig úr keppninni í nokkur ár vegna slaks gengis. „Og er ekki full ástæða fyrir okkur að fara í fýlu líka? Þátttaka okkar síðustu árin hefur ekki kallað á mörg húrra hóp,“ sagði Páll léttur. Hann taldi líklegt að EBU myndi framfylgja þessum reglum keppninnar með afgerandi hætti og að Ísland fari í leikbann, en tók fram að hann sé ekki með það á hreinu hvaða viðurlögum EBU getur beitt í þessu máli.
Eurovision Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira