Engar athugasemdir komið frá Ísrael Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. maí 2019 06:30 Myndin sem birtist á skjánum þegar stig Íslands í keppninni voru tilkynnt. Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. „Það verður að koma í ljós hvort einhver viðbrögð berist en við eigum ekki von á að atvikið hafi áhrif á ágæt samskipti ríkjanna,“ segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Uppátæki meðlima Hatara, að veifa Palestínufánum þegar stig Íslands voru kynnt, hefur vakið athygli víða um heim og hafa listamennirnir bæði verið hylltir og fordæmdir fyrir uppátækið. Enn er óvíst hvort einhverjir eftirmálar verða vegna atviksins innan Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva. Íslensk stjórnvöld hafa nokkrum sinnum á undanförnum árum þurft að lempa ísraelsk stjórnvöld og leiðrétta misskilning um afstöðu íslenskra stjórnvalda til Ísraels. Gerðist það síðast árið 2015 þegar borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að sniðganga ísraelskar vörur í mótmælaskyni. Þótt samskipti ríkjanna tveggja séu sögð ágæt hafa íslensk stjórnvöld ítrekað fordæmt landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem gegnum tíðina og voru fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki með ályktun Alþingis árið 2011. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Palestína Utanríkismál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira
Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. „Það verður að koma í ljós hvort einhver viðbrögð berist en við eigum ekki von á að atvikið hafi áhrif á ágæt samskipti ríkjanna,“ segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Uppátæki meðlima Hatara, að veifa Palestínufánum þegar stig Íslands voru kynnt, hefur vakið athygli víða um heim og hafa listamennirnir bæði verið hylltir og fordæmdir fyrir uppátækið. Enn er óvíst hvort einhverjir eftirmálar verða vegna atviksins innan Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva. Íslensk stjórnvöld hafa nokkrum sinnum á undanförnum árum þurft að lempa ísraelsk stjórnvöld og leiðrétta misskilning um afstöðu íslenskra stjórnvalda til Ísraels. Gerðist það síðast árið 2015 þegar borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að sniðganga ísraelskar vörur í mótmælaskyni. Þótt samskipti ríkjanna tveggja séu sögð ágæt hafa íslensk stjórnvöld ítrekað fordæmt landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem gegnum tíðina og voru fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki með ályktun Alþingis árið 2011.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Palestína Utanríkismál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira