Innlent

Engar athugasemdir komið frá Ísrael

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Myndin sem birtist á skjánum þegar stig Íslands í keppninni voru tilkynnt.
Myndin sem birtist á skjánum þegar stig Íslands í keppninni voru tilkynnt.
Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag.„Það verður að koma í ljós hvort einhver viðbrögð berist en við eigum ekki von á að atvikið hafi áhrif á ágæt samskipti ríkjanna,“ segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins.Uppátæki meðlima Hatara, að veifa Palestínufánum þegar stig Íslands voru kynnt, hefur vakið athygli víða um heim og hafa listamennirnir bæði verið hylltir og fordæmdir fyrir uppátækið. Enn er óvíst hvort einhverjir eftirmálar verða vegna atviksins innan Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva.Íslensk stjórnvöld hafa nokkrum sinnum á undanförnum árum þurft að lempa ísraelsk stjórnvöld og leiðrétta misskilning um afstöðu íslenskra stjórnvalda til Ísraels. Gerðist það síðast árið 2015 þegar borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að sniðganga ísraelskar vörur í mótmælaskyni.Þótt samskipti ríkjanna tveggja séu sögð ágæt hafa íslensk stjórnvöld ítrekað fordæmt landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem gegnum tíðina og voru fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki með ályktun Alþingis árið 2011.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.