Innlent

„Það felst engin árás í því að halda fána á lofti“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Bashar Murad er palestínskur tónlistarmaður búsettur í Austur-Jerúsalem. Hann er ötull baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks og reynir með list sinni storka staðalímyndum. Bashar er staddur hér á landi til að fylgja eftir laginu Klefi/Samed sem hann vann með hljómsveitinni Hatari sem keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision. Bashar segir að það hafi komið honum á óvart hversu vel Íslendingar eru að sér í málefnum Palestínumanna.

Bashar er bæði ánægður og þakklátur fyrir framtak liðsmanna Hatara.Vísir/vilhelm
Í myndbandinu við lagið Klefi/Samed mátti sjá palestínska fánann.„Þetta snýst ekki um að gera árás á neinn. Það felst engin árás í því að halda fána á lofti. Það er bara liður í því að styrkja þá hugmynd að við, Palestínumenn, séum yfir höfuð til í heiminum,“ segir Bashar.Hann segir að því sé í sífellu haldið fram að palestínska þjóðin sé ekki til.„Það er svo sárt að heyra því fleygt fram að maður sé ekki til. Ég veit að ég er til. Ég ólst upp á meðal Palestínumanna í palestínska samfélaginu í Austur-Jerúsalem. Við erum til. Við viljum bara að heimurinn hætti að senda okkur þau skilaboð að við séum ekki til svo við getum farið að horfa fram á veginn.“Þessa dagana er hljómsveitin Hatari og Bashar í tónleikaferðalagi um landið. Í kvöld munu liðsmenn Hatara og Bashar koma fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.


Tengdar fréttir

Nýtt lag Hatara og Murad komið út

Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.