Innlent

„Þú hefðir til dæmis aldrei orðið ráðherra ef ekki hefði verið fyrir fólk með mótmælaspjöld“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Eva Pandora, fyrrverandi alþingiskona, gerði Sigríði Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, grein fyrir mikilvægi mótmæla.
Eva Pandora, fyrrverandi alþingiskona, gerði Sigríði Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, grein fyrir mikilvægi mótmæla. Vísir/Vilhelm
Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, velti því fyrir sér hvort verkfall ungmenna í Vinnuskóla Reykjavíkur til að kalla eftir aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum myndu leiða af sér „raunhæfar lausnir“.

Sjá nánar: Vinnuskólakrakkar mótmæla í hádeginu

Sigríður deildi fréttinni um verkfall vinnuskólakrakkanna með fylgjendum sínum á Twitter og spurði hvort um væri að ræða spegilmynd af lífinu sjálfu.

„Sumir búa til mótmælaspjöld á meðan hinir reita arfa. Skyldu verða einhverjar raunhæfar lausnir á spjöldum barnanna – eða verður þeim krökkum sem dirfast að sitja við námsbækurnar og handverkið eftirlátið það?“ spurði Sigríður.

Eva Pandora Baldursdóttir, fyrrverandi alþingiskona fyrir Pírata, svaraði tísti Sigríðar og sagði að sagan sýndi að mótmæli gætu hrundið mikilfenglegum hlutum af stað.

„Þú hefðir t.d. aldrei orðið ráðherra ef ekki hefði verið fyrir fólk með mótmælaspjöld,“ sagði Eva og útskýrði að framfarir yrðu þegar fólk þyrði að ögra viðteknum venjum hvers tíma fyrir sig.


Tengdar fréttir

Vinnuskólakrakkar mótmæla í hádeginu

Hópur nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur tekur frí frá hefðbundnum störfum á morgun til að taka þátt í mótmælum. Móðir segir koma á óvart að hafa ekki verið látin vita. Skólastjóri segir að enginn sé hvattur til að taka þátt.

Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum

Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi.

Nemendur um allan heim í verkfalli fyrir loftslagið

Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum fjölmenntu við Hallgrímskirkju í hádeginu og tóku þátt í alþjóðlegu Loftslagsverkfalli og fer verkfallið fram í yfir hundrað löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×