Íslenski boltinn

Bæði krossband og sin gáfu sig í hægra hné Þórarins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Þórarinn Ingi Valdimarsson. Vísir/Daníel
Þórarinn Ingi Valdimarsson verður lengi frá eftir að hafa meiðst illa á hné í leik á móti Fylki í Pepsi Max deild karla um síðustu helgi.

Þórarinn Ingi þurfti að fara af velli á þrettándu mínútu leiksins og var fluttur á sjúkrahús.

Stjarnan segir frá meiðslum Þórarins Inga á Twitter-síðu sinni í dag og það er ljóst að þau eru mjög alvarleg.





Hægra hné Þórarins Inga fór mjög illa þarna því bæði krossband og sin gáfu sig auk þess sem áverkar urðu á liðböndum.

Þessar fréttir þýða að tímabilið er búið hjá Þórarni Inga en hann nær sér vonandi góðum fyrir næsta sumar.

Þórarinn Ingi Valdimarsson er 29 ára gamall og er á sínu öðru tímabili með Stjörnuliðinu. Hann kom í Garðbæinn frá FH en er upprunalega frá Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×