Fótbolti

Óvíst með þátttöku Jóhanns og Birkis gegn Tyrkjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glæsimark Jóhanns Berg tryggði Íslandi sigur á Albaníu á laugardaginn. Óvíst er hvort hann verður með gegn Tyrklandi annað kvöld.
Glæsimark Jóhanns Berg tryggði Íslandi sigur á Albaníu á laugardaginn. Óvíst er hvort hann verður með gegn Tyrklandi annað kvöld. vísir/bára
Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Bjarnason voru ekki með á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. Óvissa ríkir með þátttöku þeirra í leiknum mikilvæga gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2020 annað kvöld.

Jóhann Berg og Birkir æfðu ekki með íslenska liðinu heldur skokkuðu með Friðriki Ellerti Jónssyni, sjúkraþjálfara landsliðsins.

Jóhann Berg fór meiddur af velli í upphafi seinni hálfleiks í leiknum gegn Albaníu á laugardaginn. Jóhann Berg, sem skoraði eina mark leiksins gegn Albönum, glímir við kálfameiðsli.

Birkir lék allan leikinn gegn Albaníu en virðist ekki ganga alveg heill til skógar.

Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 18:45 annað kvöld.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.