Fótbolti

Svona var blaðamannafundur KSÍ vegna leiksins gegn Tyrkjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundinum.
Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundinum. vísir/vilhelm

Vísir með beina sjónvarpsútsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ vegna leiks Íslands og Tyrklands í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli á morgun.

Ísland vann á laugardag 1-0 sigur á Albaníu en Tyrkir gerðu sér lítið fyrir og unnu 2-0 sigur á heimsmeisturum Frakklands sama dag. Tyrkir eru því á toppi riðilsins með níu stig en Ísland og Frakkland eru með sex.

Erik Hamren landsliðsþjálfari og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á fundinum.

Þeir voru m.a. spurðir út í stóra burstamálið en gátu lítið sagt um það. Aron Einar benti reyndar á að íslenska liðið hefði þurft að fara í gegnum strangt eftirlit á flugvellinum í Konya fyrir fjórum árum.

Beinu textalýsinguna og útsendinguna frá fundinum má sjá hér fyrir neðan.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.