Innlent

Orkupakkinn aftast á dagskrá Alþingis í dag

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Fáir þingmenn hafa hlýtt á umræður um þriðja orkupakkann.
Fáir þingmenn hafa hlýtt á umræður um þriðja orkupakkann. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Fundur hefst á Alþingi klukkan hálf ellefu í dag. Fyrir utan óundirbúnar fyrirspurnir sem er fyrsti dagskrárliðurinn eru 40 mál á dagskrá fundarins. Þriðji orkupakkinn og tengd mál eru aftast á dagskránni en enn hefur ekki náðst samkomulag um hvernig ljúka eigi þingstörfum fyrir sumarleyfi.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa einhverjar óformlegar viðræður átt sér stað um helgina. Formlegar viðræður forystufólks flokkanna á þingi hefjast aftur í dag.

Þegar umræðu um þriðja orkupakkann var frestað í síðustu viku voru sjö þingmenn Miðflokksins enn á mælendaskrá. Formaðurinn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, beið þess þá að flytja 45. ræðu sína í málinu.

Meðal þeirra mála sem koma til 2. umræðu í dag eru frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti, frumvarp um þjóðarsjóð og frumvarp um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.