Innlent

Vildi ekki hleypa slökkviliði að rusli sem hann brenndi á lóð sinni í Hafnarfirði

Birgir Olgeirsson skrifar
Slökkviliðið að störfum. Myndin er úr safni.
Slökkviliðið að störfum. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af manni sem brenndi rusl á lóð sinni klukkan hálf eitt í nótt í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Er lóð mannsins lokuð með hárri girðingu og vildi maðurinn ekki hleypa slökkviliði og lögreglu að eldinum en hann var sagður ósáttur við afskiptin. Slökkvilið náði að sprauta vatni á eldinn og maðurinn slökkti í glæðunum.

Rétt fyrir klukkan fimm í gærkvöldi var tilkynnt um vinnuslys í Reykjavík. Þar féllu þungir kassar úr hillurekka á ungan mann sem keyrði sópara. Var maðurinn fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Er hann talinn óbrotinn en verkjaður víða.

Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×