Samkynhneigð ekki lengur ólögleg í Botsvana 11. júní 2019 18:25 Baráttufólk fagnar sigri fyrir utan Hæstarétt Botsvana í Gaborone í dag. Vísir/AP Hæstiréttur Botsvana felldi úr gildi lög sem hefðu lagt allt að sjö ára fangelsi við samkynjasamböndum og taldi þau stangast á við stjórnarskrá í dag. Lögin hafa verið í gildi frá árinu 1965 þegar landið laut enn nýlendustjórn Breta. Námsmaður höfðaði mál til að fá lögunum hnekkt á þeim forsendum að samfélagið væri breytt og samkynhneigð væri viðurkenndari í dag en þegar þau voru sett. Þrír dómarar dæmdu í málinu og komust þeir að samhljóða niðurstöðu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Mannleg reisn er skert þegar minnihlutahópar eru jaðarsettir,“ sagði Michael Elburu, dómari. Sagði hann lögin mismuna fólki. Kynhneigð væri ekki tískufyrirbæri heldur mikilvægur hluti af persónuleika fólks. Samkynhneigð er enn bönnuð með lögum í 31 af 54 löndum Afríku. Dómstóll í Kenía staðfesti sambærileg lög sem mannréttindafrömuðir reyndu að hnekkja í síðasta mánuði. Þar liggur allt að fjórtán ára fangelsi við kynlífi samkynhneigðra. Í Súdan, Sómalíu, Máritaníu og norðanverðri Nígeríu liggur dauðarefsing við kynlífi samkynhneigðra. Í Tansaníu geta samkynhneigðir átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsisvist. Önnur lönd hafa færst í átt til frjálslyndis undanfarin ár. Þannig hafa lög gegn samkynhneigð verið felld úr gildi í Angóla, Mósambík og Seychelles-eyjum. Botsvana Hinsegin Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Sjá meira
Hæstiréttur Botsvana felldi úr gildi lög sem hefðu lagt allt að sjö ára fangelsi við samkynjasamböndum og taldi þau stangast á við stjórnarskrá í dag. Lögin hafa verið í gildi frá árinu 1965 þegar landið laut enn nýlendustjórn Breta. Námsmaður höfðaði mál til að fá lögunum hnekkt á þeim forsendum að samfélagið væri breytt og samkynhneigð væri viðurkenndari í dag en þegar þau voru sett. Þrír dómarar dæmdu í málinu og komust þeir að samhljóða niðurstöðu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Mannleg reisn er skert þegar minnihlutahópar eru jaðarsettir,“ sagði Michael Elburu, dómari. Sagði hann lögin mismuna fólki. Kynhneigð væri ekki tískufyrirbæri heldur mikilvægur hluti af persónuleika fólks. Samkynhneigð er enn bönnuð með lögum í 31 af 54 löndum Afríku. Dómstóll í Kenía staðfesti sambærileg lög sem mannréttindafrömuðir reyndu að hnekkja í síðasta mánuði. Þar liggur allt að fjórtán ára fangelsi við kynlífi samkynhneigðra. Í Súdan, Sómalíu, Máritaníu og norðanverðri Nígeríu liggur dauðarefsing við kynlífi samkynhneigðra. Í Tansaníu geta samkynhneigðir átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsisvist. Önnur lönd hafa færst í átt til frjálslyndis undanfarin ár. Þannig hafa lög gegn samkynhneigð verið felld úr gildi í Angóla, Mósambík og Seychelles-eyjum.
Botsvana Hinsegin Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Sjá meira