Samkynhneigð ekki lengur ólögleg í Botsvana 11. júní 2019 18:25 Baráttufólk fagnar sigri fyrir utan Hæstarétt Botsvana í Gaborone í dag. Vísir/AP Hæstiréttur Botsvana felldi úr gildi lög sem hefðu lagt allt að sjö ára fangelsi við samkynjasamböndum og taldi þau stangast á við stjórnarskrá í dag. Lögin hafa verið í gildi frá árinu 1965 þegar landið laut enn nýlendustjórn Breta. Námsmaður höfðaði mál til að fá lögunum hnekkt á þeim forsendum að samfélagið væri breytt og samkynhneigð væri viðurkenndari í dag en þegar þau voru sett. Þrír dómarar dæmdu í málinu og komust þeir að samhljóða niðurstöðu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Mannleg reisn er skert þegar minnihlutahópar eru jaðarsettir,“ sagði Michael Elburu, dómari. Sagði hann lögin mismuna fólki. Kynhneigð væri ekki tískufyrirbæri heldur mikilvægur hluti af persónuleika fólks. Samkynhneigð er enn bönnuð með lögum í 31 af 54 löndum Afríku. Dómstóll í Kenía staðfesti sambærileg lög sem mannréttindafrömuðir reyndu að hnekkja í síðasta mánuði. Þar liggur allt að fjórtán ára fangelsi við kynlífi samkynhneigðra. Í Súdan, Sómalíu, Máritaníu og norðanverðri Nígeríu liggur dauðarefsing við kynlífi samkynhneigðra. Í Tansaníu geta samkynhneigðir átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsisvist. Önnur lönd hafa færst í átt til frjálslyndis undanfarin ár. Þannig hafa lög gegn samkynhneigð verið felld úr gildi í Angóla, Mósambík og Seychelles-eyjum. Botsvana Hinsegin Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Hæstiréttur Botsvana felldi úr gildi lög sem hefðu lagt allt að sjö ára fangelsi við samkynjasamböndum og taldi þau stangast á við stjórnarskrá í dag. Lögin hafa verið í gildi frá árinu 1965 þegar landið laut enn nýlendustjórn Breta. Námsmaður höfðaði mál til að fá lögunum hnekkt á þeim forsendum að samfélagið væri breytt og samkynhneigð væri viðurkenndari í dag en þegar þau voru sett. Þrír dómarar dæmdu í málinu og komust þeir að samhljóða niðurstöðu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Mannleg reisn er skert þegar minnihlutahópar eru jaðarsettir,“ sagði Michael Elburu, dómari. Sagði hann lögin mismuna fólki. Kynhneigð væri ekki tískufyrirbæri heldur mikilvægur hluti af persónuleika fólks. Samkynhneigð er enn bönnuð með lögum í 31 af 54 löndum Afríku. Dómstóll í Kenía staðfesti sambærileg lög sem mannréttindafrömuðir reyndu að hnekkja í síðasta mánuði. Þar liggur allt að fjórtán ára fangelsi við kynlífi samkynhneigðra. Í Súdan, Sómalíu, Máritaníu og norðanverðri Nígeríu liggur dauðarefsing við kynlífi samkynhneigðra. Í Tansaníu geta samkynhneigðir átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsisvist. Önnur lönd hafa færst í átt til frjálslyndis undanfarin ár. Þannig hafa lög gegn samkynhneigð verið felld úr gildi í Angóla, Mósambík og Seychelles-eyjum.
Botsvana Hinsegin Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira