Fimleikafélagið: Gunnar vonast eftir að byrja að spila í júlí Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júní 2019 21:30 Gunnar Nielsen eftir aðgerðina skjáskot Gunnar Nielsen vonast eftir því að spila aftur fyrir FH í júlí eftir að hann handarbrotnaði í maí. Þetta kom fram í nýjasta þætti af Fimleikafélaginu. Fimleikafélagið er þáttaröð sem Freyr Árnason framleiðir þar sem skyggnst er bak við tjöldinn hjá FH og fókusinn aðallega settur á leikmenn meistaraflokks karla í fótbolta. Í nýjasta þættinum fylgist Freyr með Gunnari Nielsen í gegnum endurhæfingarferlið. Gunnar handarbrotnaði í leik FH og KA þann 10. maí. Hann fór í aðgerð 15. maí og hefur verið í endurhæfingu síðan. Að eigin sögn er Gunnar farinn að geta flest allt nema spila í markinu. „Það verður erfitt að ná júní en allavega í júlí er ég að vonast til að geta spilað aftur,“ sagði Færeyingurinn um hvernig endurhæfingin gengur. Í þættinum er Gunnari fylgt eftir í vinnuna, hann ræðir um færeyska landsliðið og tímann þegar hann var hjá Manchester City. Þar lýsti hann því þegar allt var tilbúið undir það að hann færi í lán til Southampton í einn mánuð því þeim vantaði nauðsynlega markvörð. Hins vegar hafi City hætt við á síðustu stundu því Shay Given, markvörður City, meiddist. Þá var Gunnar látinn spila leik með varaliði City þetta sama kvöld og í þeim leik meiddist Gunnar og var frá næstu 18 mánuðina. „Þetta sýnir hvernig eitt augnablik ertu á leið til Southampton og svo breytist það og þú þarft að gera eitthvað annað og þá er maður bara meiddur í 18 mánuði.“ „Það getur allt breyst bara svona,“ sagði Gunnar og smellti fingrum. Allan þáttinn má sjá hér að neðan.Klippa: Fimleikafélagið: Aðgerð og endurhæfing Gunnars Nielsen Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Gunnar Nielsen vonast eftir því að spila aftur fyrir FH í júlí eftir að hann handarbrotnaði í maí. Þetta kom fram í nýjasta þætti af Fimleikafélaginu. Fimleikafélagið er þáttaröð sem Freyr Árnason framleiðir þar sem skyggnst er bak við tjöldinn hjá FH og fókusinn aðallega settur á leikmenn meistaraflokks karla í fótbolta. Í nýjasta þættinum fylgist Freyr með Gunnari Nielsen í gegnum endurhæfingarferlið. Gunnar handarbrotnaði í leik FH og KA þann 10. maí. Hann fór í aðgerð 15. maí og hefur verið í endurhæfingu síðan. Að eigin sögn er Gunnar farinn að geta flest allt nema spila í markinu. „Það verður erfitt að ná júní en allavega í júlí er ég að vonast til að geta spilað aftur,“ sagði Færeyingurinn um hvernig endurhæfingin gengur. Í þættinum er Gunnari fylgt eftir í vinnuna, hann ræðir um færeyska landsliðið og tímann þegar hann var hjá Manchester City. Þar lýsti hann því þegar allt var tilbúið undir það að hann færi í lán til Southampton í einn mánuð því þeim vantaði nauðsynlega markvörð. Hins vegar hafi City hætt við á síðustu stundu því Shay Given, markvörður City, meiddist. Þá var Gunnar látinn spila leik með varaliði City þetta sama kvöld og í þeim leik meiddist Gunnar og var frá næstu 18 mánuðina. „Þetta sýnir hvernig eitt augnablik ertu á leið til Southampton og svo breytist það og þú þarft að gera eitthvað annað og þá er maður bara meiddur í 18 mánuði.“ „Það getur allt breyst bara svona,“ sagði Gunnar og smellti fingrum. Allan þáttinn má sjá hér að neðan.Klippa: Fimleikafélagið: Aðgerð og endurhæfing Gunnars Nielsen
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira