Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2019 10:30 Annað skipanna sem um ræðir, Front Altair, í höfn í Antwerpen í Belgíu árið 2018. Patrick Vereecke/AP Áhöfnum tveggja olíuskipa á Ómanflóa hefur verið bjargað eftir að sprengingar urðu í skipunum tveimur. Alls 44 áhafnarmeðlimum var bjargað. Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. Íranska landhelgisgæslan bjargaði fólkinu samkvæmt ríkisfjölmiðli Írans sem segir að um slys hafi verið að ræða. Orsök sprenginganna hefur þó ekki fengist staðfest, samkvæmt frétt BBC af málinu. Bandarískt herskip tók einnig þátt í björgunaraðgerðunum. Aðeins mánuður er síðan ráðist var á fjögur olíuskip undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Bandaríkin sökuðu Írani um að standa á bak við þær árásir en stjórnvöld í Íran hafa neitað því statt og staðfastlega. Josh Frey hjá fimmta flota bandaríska sjóhersins segir í yfirlýsingu að sjóhernum hafi borist tvö neyðarköll vegna málsins, það fyrra klukkan 06:12 að staðartíma en það seinna tæpum 50 mínútum síðar og að herskipið USS Bainbridge hefði haldið til móts við skipin tvö. Íranska fréttastöðin IRIB birti í dag færslu með mynd sem sögð er vera af öðru skipinu, Front Altair, þar sem það brennur og sjá má stóran reykjarmökk stíga upp til himins.تصوير اختصاصي #خبرگزاري_صدا_و_سيما از کشتي هاي حادثه ديده در #دریای_عمان نفتکش "فرانت التیر" که در دریای عمان هدف قرار گرفته بود، کامل غرق شد. وزارت تجارت ژاپن: دو نفتکش حادثهدیده در دریای عمان، حامل «محموله متعلق به ژاپن» بوده است#انفجار_ناقلتي_نفط_ببحر_عُمانpic.twitter.com/Vv3hkW3LCV — خبرگزاری صداوسیما (@iribnewsFa) June 13, 2019Annað skipið mögulega hæft með tundurskeyti Talsmaður CPC Corp, taívansks ríkisfyrirtækis sem fer með eldsneytismálefni í Taívan og var með annað skipanna sem um ræðir, Front Altair, á leigu, segir 75 þúsund tonn af eldsneyti hafa verið um borð í skipinu og segir grun leika á að skipið hafi verið hæft með tundurskeyti. Hann segir öllum áhafnarmeðlimum skipsins hafa verið bjargað. Skipið er í eigu norska fyrirtækisins Frontline. Fyrirtækið sem gerði út hitt skipið, Kokuka Courageous, segir áhöfn þess hafa verið bjargað af skipi sem átti leið hjá. Skipið hafi verið við flutninga á metanóli og að ekki væri hætta á að það myndi sökkva. Ríkismiðlar í Íran segja skipverja hafa verið flutta til hafnar í bænum Jask í suður Íran. Bandaríkin Íran Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Áhöfnum tveggja olíuskipa á Ómanflóa hefur verið bjargað eftir að sprengingar urðu í skipunum tveimur. Alls 44 áhafnarmeðlimum var bjargað. Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. Íranska landhelgisgæslan bjargaði fólkinu samkvæmt ríkisfjölmiðli Írans sem segir að um slys hafi verið að ræða. Orsök sprenginganna hefur þó ekki fengist staðfest, samkvæmt frétt BBC af málinu. Bandarískt herskip tók einnig þátt í björgunaraðgerðunum. Aðeins mánuður er síðan ráðist var á fjögur olíuskip undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Bandaríkin sökuðu Írani um að standa á bak við þær árásir en stjórnvöld í Íran hafa neitað því statt og staðfastlega. Josh Frey hjá fimmta flota bandaríska sjóhersins segir í yfirlýsingu að sjóhernum hafi borist tvö neyðarköll vegna málsins, það fyrra klukkan 06:12 að staðartíma en það seinna tæpum 50 mínútum síðar og að herskipið USS Bainbridge hefði haldið til móts við skipin tvö. Íranska fréttastöðin IRIB birti í dag færslu með mynd sem sögð er vera af öðru skipinu, Front Altair, þar sem það brennur og sjá má stóran reykjarmökk stíga upp til himins.تصوير اختصاصي #خبرگزاري_صدا_و_سيما از کشتي هاي حادثه ديده در #دریای_عمان نفتکش "فرانت التیر" که در دریای عمان هدف قرار گرفته بود، کامل غرق شد. وزارت تجارت ژاپن: دو نفتکش حادثهدیده در دریای عمان، حامل «محموله متعلق به ژاپن» بوده است#انفجار_ناقلتي_نفط_ببحر_عُمانpic.twitter.com/Vv3hkW3LCV — خبرگزاری صداوسیما (@iribnewsFa) June 13, 2019Annað skipið mögulega hæft með tundurskeyti Talsmaður CPC Corp, taívansks ríkisfyrirtækis sem fer með eldsneytismálefni í Taívan og var með annað skipanna sem um ræðir, Front Altair, á leigu, segir 75 þúsund tonn af eldsneyti hafa verið um borð í skipinu og segir grun leika á að skipið hafi verið hæft með tundurskeyti. Hann segir öllum áhafnarmeðlimum skipsins hafa verið bjargað. Skipið er í eigu norska fyrirtækisins Frontline. Fyrirtækið sem gerði út hitt skipið, Kokuka Courageous, segir áhöfn þess hafa verið bjargað af skipi sem átti leið hjá. Skipið hafi verið við flutninga á metanóli og að ekki væri hætta á að það myndi sökkva. Ríkismiðlar í Íran segja skipverja hafa verið flutta til hafnar í bænum Jask í suður Íran.
Bandaríkin Íran Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira