Íslenski boltinn

Cloé Lacasse við það að fá íslenskan ríkisborgararétt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Cloe í leik með ÍBV.
Cloe í leik með ÍBV. vísir/Ernir

Cloé Lacasse verður líklegast íslenskur ríkisborgari á næstu dögum en Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til tillögu um að hin kanadíska Lacasse fái íslenskan ríkisborgararétt.

Fastlega má gera ráð fyrir að tillagan verði samþykkt en Cloé er ein 32 einstaklinga sem er lagt til að verði veittur ríkisborgararéttur.

Verði sú raunin þá verður Cloé gjaldgeng í íslenska landsliðið.

Cloé er 25 ára og spilar með ÍBV í Pepsi Max deild kvenna. Hún hefur verið í Eyjum frá 2015 og er markahæst í sögu félagsins í efstu deild með 50 mörk.

ÍBV hefur byrjað Pepsi Max deildina ágætlega og er í fjórða sæti með 9 stig eftir sex leiki. Í þessum sex leikjum hefur Clóe gert 7 mörk.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.