Íslenski boltinn

Lennon: Valur gerði mistök í leikmannakaupum og gerir þau sennilega aftur í júlí

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lennon fagnar marki gegn Val fyrr í sumar.
Lennon fagnar marki gegn Val fyrr í sumar. vísir/vilhelm
Steven Lennon, framherji FH, furðar sig á leikmannakaupum Vals fyrir tímabilið. Íslandsmeistararnir eru með fjögur stig á botni Pepsi Max-deildar karla eftir sjö umferðir.„Þetta var skrítið. Ég get skilið af hverju var samið við þá. Þetta eru góðir leikmenn en þurftu þeir að fá þá? Ég held ekki,“ sagði Lennon í samtali við Hörð Magnússon í Sportpakkanum.Skotinn segir að Valsmenn hafi farið fram úr sér á félagaskiptamarkaðnum í vetur.„Þeir þurftu sennilega 3-4 leikmenn til að auka breiddina í liðinu. Þegar þú átt mikið af peningum, eins og þetta félag, hættir mönnum til að fara yfir um og eyða peningum að ástæðulausu. Þú heldur að þú sért að styrkja liðið en í raun er þetta vandamál. Maður sér þetta hjá mörgum félögum sem eiga peninga,“ sagði Lennon.„Þurfa lið á Íslandi 25 leikmenn? Ég held ekki. Það má segja að það sé fyrir Evrópuleikina en þeir spila sennilega með sömu leikmennina þar. Að mínu mati þurftu þeir 3-4 leikmenn, halda áfram því sem þeir hafa verið að gera og þá væru þeir aftur í baráttunni. Það er enn mikið eftir svo þeir gætu komið til baka. En ég held að þeir hafi gert mistök og gera þau væntanlega aftur í júlí.“Lennon hefur glímt við meiðsli og ekki enn byrjað leik á tímabilinu. Hann gæti hins vegar verið í byrjunarliði FH gegn Stjörnunni annað kvöld.Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir

Hannes meiddur og missir af leiknum við ÍBV

Hannes Þór Halldórsson er meiddur og verður ekki með Val gegn ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardag. Þess í stað heldur hann út til Ítalíu og verður viðstaddur brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.